Að sögn pólska stjórnmálafræðingsins Tomasz Grosse mun nýr fólksflutningasamningur ESB ekki leysa nein raunveruleg vandamál. Samningurinn er þess í stað vísvitandi áætlun um að skipta endanlega út íbúum Póllands og þeirra ESB-landa sem hingað til hafa komist tiltölulega auðveldlega undan fjölbreytileikanum.
Tomasz Grosse varar við því í viðtali á Radio Wnet, sem Do Rzeczy endurbirtir, að nýja fólksflutningastefnan muni fljótlega bitna hart á þeim þjóðum sem enn hafa innfædda íbúa. Grosse segir:
„Brusselelítan hefur aldrei haft neina áform um að leysa fólksflutningavandann.“
Hagsmunir kjósenda virtir að vettugi
Hann segir elítuna dreifa hættulegri goðsögn:
„Því meira af farandfólki, þeim mun betra fyrir vinnumarkað ESB. Enginn ber hag kjósenda fyrir brjósti, enginn skiptir sér af glæpastarfseminni, enginn skiptir sér af því að innflytjendur fari ekki í vinnu heldur eru á bótum.“
Grosse útskýrir að stefna ESB sé að endurflytja innflytjendur innan sambandsins:
„Flutningakerfið var einmitt fundið upp til að senda þessa innflytjendur aftur til Póllands, aðallega frá Þýskalandi.“
20 þúsund evru í sekt fyrir hvern innflytjenda sem neitað er að taka á móti
Hann bætir við:
„Samhliða flutningakerfinu en í miklu stærri skala er verið að senda innflytjendur frá Þýskalandi til Póllands undir því yfirskini að þeir hafi komið til Þýskalands í gegnum Pólland.“
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur gefið í skyn að Pólland muni komast hjá að taka við ólöglegum innflytjendum frá þriðja heiminum vegna allra úkraínskra flóttamanna sem Pólland hefur tekið á móti. ESB segir að sú undantekning sé ekki í gildi. Samkvæmt prófessor Grosse gætu allt að 10.000 innflytjendur verið sendir til Póllands á hverju ári. Sú tala gæti síðan hækkað verulega ef flóttamannakreppan dýpkar.
Ef aðildarríki tekur ekki á móti innflytjendum þarf að greiða 20.000 evru sekt til ESB fyrir hvern einstakling sem ekki er hleypt inn. Grosse telur að þetta sé skýrt merki um að verið sé vísvitandi að flytja kostnaðinn við innflytjendastefnu ESB frá stórum löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi til jaðarríkja ESB.