Eru Hlédís og Gunnar þau einu sem halda stillingu sinni í fósturvísamálinu?

Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason

Það verður að segjast, að hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason eru klippt og skorin hvort fyrir annað. Miðað við allt sem gengið hefur á í kringum þau í samfélaginu í tilraun til að knésetja þau, fá þau til að skilja og týna tilganginum með lífinu, þá halda þau rósemi sinni og mæla af skynsemi og vísa til staðreynda í svo kölluðu fósturvísamáli. Engu er líkar en að þau hafi stigið á snákabú með einfaldri fyrirspurn til lækna sem þau treystu fyrir sínum innstu persónulegu málefnum, að fá aðstoð við að eignast barn. Lætin hafa verið þvílík til að þagga niður í þeim og fá þau til að hætta að leita sannleikans, að í raun er hægt að fullyrða að þau hafi sjálf orðið fyrir umsáturseinelti í stað skjólstæðinga tæknifrjóvgunarfyrirtækisins sem með aðstoð lögreglunnar hefur tvívegis sett þau hjón í nálgunarbann við fólk sem þau þekkja ekki neitt. Ástæðan: þau báðu um samstarf til að finna svar við því, hvort það gæti verið að „týndu fósturvísarnir“  hefðu ekki týnst heldur hefðu af misgáningi eða gegnum meðvitaða sölu farið til annarra einstaklinga.

Forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar heldur að geðlyf kæfi spurninguna

Þau hafa verið látin sitja ein uppi með efann en sterkir aðilar eins og Landsspítalinn, Persónuvernd, eftirlitsnefnd með rafrænum skráningum, Héraðssaksóknari og jafnvel lögreglan sjálf hafa yfirheyrt sig sjálf og komist að þeirri niðurstöðu – eins og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar sagði, að Hlédís og Gunnar „þyrftu að taka geðlyf“ til að verða betri manneskjur. Samfara uppgötvunarferð þeirra hjóna að koma alls staðar að lokuðum dyrum, þá hafa óvandaðir löglærðir dreift lygasögum um þau og veifað lagagreinum um uppreisn gegn ríkinu!

Hvað er undir þessum ofstopa og upphrópunum sem eru úr öllu sambandi við eðlilega og einfalda eftirgrennslan þeirra hjóna sem spyrja hvað varð um hina 19 fósturvísa?

Allt reynt til að fá hjónin til að gefast upp og skilja

Úldinn fiskur hengdur á útidyr á heimili Hlédísar og Gunnars.

Í þættinum í dag segja þau frá ofsóknum sem þau hafa þurft að þola, með umsátursheimsóknum einstaklinga sem sett hafa úldinn fisk á lóð þeirra, sett fiskiker fyrir framan bílinn þeirra, dreift illa lyktandi fiski fyrir utan sorptunnuna og hengt úldinn fisk í plastpoka á útidyrahurðina. Hringingar, fólk sem kom og starði á húsið og kíkti gegnum glugga. Sem betur fer hefur þessum ósköpum hætt en það er bara hægt að ímynda sér, hvernig Hlédísi og Gunnari hefur liðið þennan tíma. Skýringin gæti vel verið sú, að ef hjón sem hafa búið til fósturvísa skilja, þá leyfa lögin að tæknifrjóvgunarfyrirtækið geti fargað lifandi vísum og lokað skýrslum um málið. Sem betur fer stóðst samband hjónanna þessar árásir. Spurningin er hvað verður um samtrygginguna um hið dularfulla hvarf fósturvísanna 19.

Á myndbandinu hér að neðan náðist maður sem hafði fyrir því að frakta grill og draga að heimili hjónanna.

Afrita

Leysir ekki læknana undan ábyrgð að skipta um fyrirtækjanafn

Tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem þau snéru sér til og treystu fyrir möguleikum til að eignast barn, sveik umsamin samning og braut lög um meðferð eggjatöku og fósturvísa. Þegar þau voru í meðferðinni höfðu þau enga hugmynd um það heldur gengu út frá því sem vísu að allt væri í lagi. 10-12 árum síðar og fyrst eftir upplýsingar um sjúklega afbrigðilegan áhuga á sjúkraskrám Hlédísar í janúar 2015 og gríðarlegum fjölda innbrota í sjúkraskrár hennar, þá ákváðu þau að grennslast einnig eftir sjúkraskrám frá Art Medica sem þau fengu í janúar 2022 um tveimur árum eftir seinni skýrslu Landsspítalans.

Skoða má viðtalið á myndskeiðinu hér að neðan:

Fara efst á síðu