Eric Trump: „Fjölmiðlarnir hafa misst allan trúverðugleika“

Eric Trump var nýlega í viðtali hjá Sean Hannity á FOX News (sjá að neðan) og sagði, að fjölmiðlarnir hefðu misst allan trúverðugleika. Benti hann á augljóslega hlutdræga umfjöllun um kosningarnar, þar sem flestar fréttir um föður hans Donald Trump voru neikvæður á meðan fréttir um Kamala Harris voru yfirleitt jákvæðar.

Real Clear Politics greinir frá ummælum Eric Trumps sem sagði:

– Fjölmiðlarnir hafa misst allan trúverðugleika. Faðir minn fékk meirihluta atkvæða með um 5 milljónum atkvæða mun sem er stærsti kosningasigur í 50 – 60 ár hérlendis.”

Þetta var svo augljóst, 98% fjölmiðla voru daglega á móti honum. Ég minni á, að þetta eru sömu miðlarnir og fjölskyldan okkar þekkti svo vel. Lítið á Joe og Mika á MSNBC sem lítillækkuðu faðir minn hvern einasta morgun. Þeir voru vanir að eyða helgunum í Mar-a-Lago og voru þar allan tímann með föður mínum.

Oprah elskaði að fara til Mar-a-Lago. Erin Burnett líka, hann var alltaf þarna. Við vorum vön að snæða hádegisverð með henni í Trump Tower allan tímann. Anderson Cooper, Don Lemon, við þekktum þá bókstaflega alla og þeir elskuðu okkur. Donny Deutsch grátbað að fá að vera með í sjónvarpsþáttunum „The Apprentice” öll tímabilin.

Þeir elskuðu okkur þar til faðir minn ákvað að fara í stjórnmálin. Þá breyttist allt. Það var skítkast allan daginn, alla daga. Þau þekktu hjarta hans og sál, þau þekktu okkur sem fjölskyldu, þau voru vinir okkar, en það breyttist allt þegar hann fór í stjórnmálin.

Sjáið viðtalið hér að neðan:

Stærsti ósigur fjölmiðlanna árið 2024 er áhrifaleysi þeirra. Fjölmiðlarnir hafa ekki lengur þáu áhrif á kjósendur eins og þeir höfðu fyrir aðeins tíu árum.

Fara efst á síðu