Er búið að skipta lýðræðinu út fyrir fjandsamlega alræðis elítustjórn?

Við lifum á tímum sem eru ekki fyrst og fremst lýðræðislegir fyrir almenning, heldur tímum með „elítum sem vinna gegn hagsmunum almennings. Þetta segir Douglas Macgregor ofursti og hernaðarsérfræðingur í bandaríska hernum.

Það er mikið að gerast í heiminum núna. Vopnuð stríðsátök, viðskiptastríð. Fólk er hrætt með „kreppum“ – covid, loftslagsmóðursýki og fleira.

Svíar einir hafa eytt heilum 130 milljörðum sænskra króna í Úkraínustríðið. Þetta er „ein af stærstu aðgerðum sem hafa áhrif á fjárlögin undanfarin ár“ að mati sænska fjármálaráðsins.

Vestræni heimurinn hefur eytt ógrynni fjár í Úkraínustríðið og enn er haldið áfram samkvæmt ákvörðunum yfirvalda.

Samtímis er verið að fangelsa stjórnmálaandstæðinga víðs vegar í Evrópu og þeim bannað að gefa kost á sér í kosningum. Óttast er að lýðræðinu hafi verið fargað í Frakklandi. Fyrrverandi blaðakona SVT, Chris Forsne, segir í viðtali við Swebbtv um dóminn yfir Marine Le Pen, að „Frakkar geti sjálfir ekki trúað því að þetta sé að gerast.

Samkvæmt Douglas Macgregor er heiminum stjórnað af „elítum“ sem hafa svikið almenning. Macgregor skrifar á X:

„Elítan hefur brugðist hagsmunum almennings í stórum stíl út um allan heim.“

Fara efst á síðu