Endar fall á verðbréfamörkuðum með hruni?

Hvernig mun fallið að undanförnu á hlutabréfamörkuðum enda? Verður það mjúk lending eða hörð lending? Mikael Willgert ræddi málið við hagfræðinginn Micael Hamberg í sjónvarpsþætti hjá sænska Swebbtv.

Hagfræðingurinn Micael Hamberg ræðir um mikla lækkun á hlutabréfamarkaði í byrjun vikunnar og jafnframt muninn á lækkun, falli og hruni á verðbréfamörkuðum. Enn sem komið er telur Hamberg að ekki sé um hrun að ræða heldur fall. Spurningin er hvort það verður hörð eða mjúk lending. Hörð lending endar með hruni markaða sem hefði alvarleg áhrif um gjörvallan heim. Það gæti þýtt að helmingur af virði hlutafjármarkaða hyrfi upp í reyk. Það yrði hrun í stíl við Kreppuna miklu fyrir seinni heimsstyrjöldina.

Samkvæmt Hamberg er fall markaða að ræða – ekki hrun. Alla vega ekki enn sem komið er. Bakgrunnurinn er meðal annars aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum.

Núna á eftir að koma í ljós hvort það verði mjúk lending – eða hörð lending, hrun. Micael Hamberg segir:

„Það er í rauninni það sem við óttumst, að það verði ekki mjúk lending heldur hörð lending. Við höfum talað um þetta lengi á Swebbtv að það gæti verið kominn tími á harða lendingu núna. Þá erum við að tala um að hlutabréfamarkaðurinn lækki kannski um 50%. Hann hrynur, atvinnuleysið fer í tveggja stafa tölu og það verður raunverulegur, mjög alvarlegur samdráttur. Langvarandi og öflugur. Við höfum lyft því fram, að þetta gæti raunverulega gerst, vegna allrar þessarar miklu skuldsetningar.”

„Við höfum talað lengi um þessa mjúku lendingu og harðlendingu. Nú eru menn að tala um það í almennum fjölmiðlum, að þeir óttist að það verði erfið lending í Bandaríkjunum.”

Sveifluferillinn, sem er nú eins og bein lína upp á toppinn, segir okkur að markaðurinn er hræddur um að það geti raunverulega orðið hörð lending í hagkerfinu.

Ef hörð lending verður í Bandaríkjunum hefur það áhrif út um allan heim. Bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Micael Hamberg segir:

„Það verður það. Það mun smita allt fjármálakerfið.”

Hlusta má á viðtalið á sænsku hér að neðan:

Fara efst á síðu