Donald Trump hefur áður gagnrýnt þau Nató-ríki sem ná ekki markmiðinu um að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Núna segist Elon Musk sammála því að Bandaríkin eigi að yfirgefa bæði Nató og SÞ.
Donald Trump og aðrir stjórnmálamenn repúblikana hafa ítrekað gagnrýnt að sum Nató-ríki uppfylli ekki markmið bandalagsins um að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála.
Breska varnarmálablaðið UK Defence Journal upplýsir að Elon Musk styðji að Bandaríkin ættu að yfirgefa bæði Nató og SÞ. Yrði af því myndi það hafa gríðarleg áhrif bæði í Evrópu og út um allan heim.
Musk deildi færslu á X sem hljóðaði „Það er kominn tími til að yfirgefa Nató og SÞ.“ Musk bætti við: „Ég er sammála.“
I agree https://t.co/ZhjBXCTQfp
— Elon Musk (@elonmusk) March 2, 2025
Af hverju eiga Bandaríkin að styrkja þau ríki sem deila ekki gildum þeirra um málfrelsi og lýðræði?
Blaðið segir Musk hafa „veruleg áhrif á stefnuákvarðanir Trumps“ og skrifar:
„Stuðningur hans við brotthvarf Bandaríkjanna frá Nató gæti gefið til kynna vaxandi þunga innan Hvíta hússins að leggja áherslu á innlendar varnir frekar en alþjóðlegar skuldbindingar.“
Færsla Musks um að yfirgefa Nató hefur verið skoðuð yfir 53 milljón sinnum þegar þetta er skrifað og í athugasemdum segjast margir sammála um að Bandaríkin eigi að segja sig úr bandalaginu. Einn skrifar:
„Nató-ríkin voru vön að halla sér að Bandaríkjunum á meðan þau heltust úr lestinni. Ef þau vilja að Bandaríkin verndi evrópsk lönd ættu þau líka að samræma sig bandarískum gildum, þ.e. málfrelsi og raunverulegu lýðræði. Ef þeim mistekst (eins og sum löndin gera núna) eiga þau ekki að búast við því, að Bandaríkin sendi þeim peninga án gagnkröfu.“