Elon Musk sagður íhuga að styrkja Umbótaflokk Nigel Farage með 100 milljónum dollara

Elon Musk er andstæðingur bresku ríkisstjórnarinnar sem reyndi að kalla hann til yfirheyrslu í Bretlandi fyrir að samfélagsmiðillinn X hafi verið notaður til að skipuleggja mótmæli gegn fjöldainnflutningi ríkisstjórnarinnar. Musk neitaði að mæta og sagði að nær væri að draga breska embættismenn fyrir dóm í Bandaríkjunum fyrir að vera að hrella bandaríska ríkisborgara.

Gordon Rayner, aðstoðarritstjóri Telegraph, skrifar um þann möguleika að Elon Musk styrki Umbótaflokk Farage með 100 milljónum dollara. Rayner skrifar:

„Elon Musk er að sögn að íhuga að gefa Reform allt að 100 milljónir dala eða um 79 milljónir punda, eftir að hafa treyst vinskap við Farage á Mar-a-Lago heimili Donald Trump í Flórída.“

Slíkur fjárstuðningur gæti komið Umbótaflokknum á skör við rótgrónu flokkana hvað varðar mannafla og styrkleika í auglýsingum. 4,1 milljón atkvæða Umbótaflokksins dreifðust í síðustu alþingiskosningum, þannig að flokkurinn fékk ekki svo mörg þingsæti. Núna stækkar flokkurinn og ræður til sín starfsfólk og byggir upp styrk til að jafna eða jafnvel fara fram úr auglýsingaáætlun hinna flokkanna. Einn kosningasérfræðingur segir:

„Umbótaflokkurinn fær líklega um 100 þingsæti í næstu kosningum jafnvel án nokkurra auka peninga. Ef þeir fá umtalsverða upphæð aukalega, þá munu þeir geta verið með mun áhrifameiri kosningabaráttu.“

Nigel Farage gæti mögulega verið kjörinn forsætisráðherra Bretlands árið 2029. Heimildarmenn Umbótaflokksins segja stjórnmálalegan óstöðugleika innan Íhaldsflokksins ýta undir slíka útkomu. Samtímis gera þeir lítið úr möguleikum þess, að Musk muni veita flokknum einhvern fjárhagsstuðning.

Fara efst á síðu