Elon Musk kærir risafyrirtæki fyrir að sniðganga auglýsingar

Nýlega leiddi rannsókn á bandaríska þinginu í ljós opna pólitíska hlutdrægni í forystu auglýsingabandalags sem notað var til að stjórna og ritskoða málfrelsi á netinu. Núna fer vettvangur Elon Musk – X – sem áður var Twitter, í mál við hópinn.

Alþjóða bandalag ábyrgra fjölmiðla „Global Alliance for Responsible Media, GARM” braut líklega alríkislög, þegar það notaði gífurlegan markaðsstyrk sinn í auglýsingaheiminum til að hvetja til útilokunar á fréttasíðum, samfélagsmiðlum og hlaðvörpum sem taldar voru ganga gegn pólitískum rétttrúnaði.

Þegar Elon Musk tók yfir Twitter og breytti í X, þá skipulagði GARM útilokun á X meðal meðlima sinna til að koma í veg fyrir að auglýsendur eyddu peningunum sínum á X. Eftir að hafa séð sönnunargögn í málinu, þá skrifaði Elon Musk að ekkert væri betra en að kæra bandalagið sem og hann gerði.

Musk og X halda því fram að fyrirtækin hafi gert ólöglegt samsæri um að útiloka X og valdið því að X hafi tapað milljörðum dollara í auglýsingatekjur.

Málið var höfðað í Texas gegn heimssamtökum auglýsenda og aðildarfyrirtækjunum Unilever, Mars, CVS Health og Orsted.

Talið er að auglýsendurnir, sem störfuðu að frumkvæði GARM, hafi unnið með þeim hætti sem brjóti í bága við bandarísk lög.

Krefst skaðabóta

GARM var stofnað árið 2019 til að „hjálpa auglýsingaiðnaðinum að takast á við áskorun um ólöglegt eða skaðlegt efni á samfélagsmiðlum og tekjuöflun þeirra með auglýsingum.“

X fer fram á ótilgreindar skaðabætur og lögbann gegn frekari samsæristilraunum til að útiloka samfélagsmiðla frá auglýsingatekjum. Fyrirtækin sem X hefur kært hafa enn ekki tjáð sig um málsóknina.

Fara efst á síðu