Stjórnmálafræðiprófessorinn John Mearshimer til vinstri og Sergey Karaganov til hægri ræða Úkraínustríðið
Evrópu er stjórnað af elítu sem er orðin „örvæntingarfull og gjörsamlega snarbiluð“ og þarf stríð til að fela mistök sín. Þetta fullyrðir rússneskur sérfræðingur á enskri rás Al Arabiya (sjá YouTube að neðan).
Stjórnmálafræðiprófessorinn John Mearshimer og Sergey Karaganov ræða Úkraínustríðið og samskipti Rússlands og Bandaríkjanna í umræðuþætti á enskri rás Al Arabiya.
Samkvæmt Karaganov hefur „elítan“ í Evrópu algjörlega tapað glórunni. Hann segir elítuna örvæntingarfulla vegna þess að þeir eru við það að missa völdin og allt sem þeir hafa reynt að fá. Hann telur and-rússneska móðursýki nútímans í Evrópu vera „verri en á tíma Hitlers í Þýskalandi.“ Hann segir:
„Það sem er að gerast í Evrópu er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekki bara verra en tímabilið fyrir 1914, fyrri heimsstyrjöldina, þetta er verra en tímabilið fyrir síðari heimsstyrjöldina. En brátt munu evrópskir valdhafar neyðast til að átta sig á því, að þeir eru að horfa í „hyldýpið.“