Ekki mismunun að bjóða grænmeti sem valkost við svínakjöt

Í Uddevalla, Svíþjóð, er nemendum sem ekki borða svínakjöt af trúarástæðum boðið upp á grænmetisrétti í staðinn. Þetta leiddi til mótmæla þeirra trúuðu sem telja svínakjöt „óhreint“ sem ásökuðu yfirvöld um mismunun og „kynþáttafordóma“ kærðu málið til umboðsmanns mismununar „diskrimineringsombudsmannen, DO.“ Niðurstaða umboðsmanns er að það felist engin mismunun í því að bjóða upp á grænmetisrétt sem valkost við svínakjöti.

Frá kosningunum 2022 hefur sveitarfélaginu Uddevalla verið stjórnað af Moderötum, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Uddevallaflokknum. Martin Pettersson hjá Svíþjóðardemókrötum er formaður bæjarstjórnar.

Þegar sveitarfélagið kynnti að lögð yrði áherslu á sænskan heimilismat í skólunum varð uppnám meðal múslímskra nemenda sem fengu sænska ríkisútvarpið í lið með sér til að tala um „útlendingahatrið“ í skólanum.

Matseðlinum var aðeins breytt, vegna þess að helmingur nemenda borðaði ekki í mötuneyti skólans þá daga sem eingöngu var boðið upp á grænmetisfæði. Núna er alltaf boðið upp á kjötrétt og grænmetisrétt samtímis. Grænmetisrétturinn er einnig valkostur fyrir nemendur sem halda sig frá neyslu svínakjöts af trúarástæðum. Einn nemandi segir í viðtali við Aftonbladet:

„Mér finnst þetta svolítið rasískt og niðurlægjandi gagnvart okkur sem borðum ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þetta er ömurlegt, virkilega skítlegt.“

Sósíaldemókratar studdu námsmennina sem kvörtuðu og reyndu að slá pólitískar keilur með því að telja að hægri sveitarstjórn Uddevalla stundaði mismunun með því að bjóða upp á dæmigerðan sænskan heimilismat í skólanum. Anna-Lena Heydar hjá sósíaldemókrötum sagði við ríkisútvarpið:

„Mér finnst það vera mismununun að segja að sum börn eigi skilið ákveðið mataræði en önnur ekki,“

Svíþjóðardemókratar töldu að það væri bæði óskynsamlegt og óhollt fyrir samfélagið að maturinn sem boðið væri upp á í skólanum væri sérsniðinn að sérstökum óskum eftir trúarskoðunum einstaklinga og að það væri þróun sem bæri að hemja.

Fara efst á síðu