Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, varar við því að ekki sé lengur hægt að reka velferðarkerfi landsins. Yfirlýsingin gæti leitt til opinna átaka við flokk sósíaldemókrata, SPD, sem vinna með Kristdemókrötum, CDU, í ríkisstjórn.
Merz lýsti því yfir á flokksþingi Kristdemókrata, CDU, í Osnabrück í Neðra-Saxlandi á laugardag að breyta yrði velferðarkerfi Þýskalands að sögn Deutsche Welle. Merz sagði við flokksmenn sína:
„Það sem framleitt er í hagkerfinu dugir ekki lengur til að standa undir og fjármagna Velferðarríkið sem við höfum í dag.“
Samsteypustjórnin, sem samanstendur af Kristilega demókrataflokknum CDU og sósíalemókrataflokknum SPD, hefur þegar samþykkt að endurskoða almannatryggingar – heilbrigðisþjónustu, lífeyri og atvinnuleysisbætur – vegna stórhækkandi kostnaðar og stækkandi gata í ríkisfjárlögum.
Á sama tíma er milljörðum eytt í stríðið í Úkraínu og Þýskaland hefur í mörg ár tekið á móti fjölda innflytjenda. Samkvæmt fréttastofu Reuters hefur íbúafjöldi Þýskalands aukist um rúmlega 3,5 milljónir á milli 2014 – 2025 eingöngu vegna fjölda innflytjenda. Margir þeirra sem hafa komið þangað hafa þurft nokkur ár að koma sér fyrir á vinnumarkaði – og sumir ná því aldrei að komast þangað.
Annað stórt vandamál fyrir Þýskaland er að landið treysti áður á ódýra rússneska orku, sem knúði framleiðslu iðnaðarvara til útflutnings. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur Þýskaland hins vegar skipt yfir í dýrari valkosti, þar á meðal gas frá Bandaríkjunum og Katar.
Samkvæmt AP fréttastofunni hefur gasverð næstum tvöfaldast miðað við verðlag ársins 2021, sem hefur haft mikil áhrif á þýskan iðnað. Auk þess hefur Þýskaland lokað kjarnorkuverum sínum og að hluta til skipt þeim út fyrir svokallaða græna orku, sérstaklega vindorku, sem hefur stuðlað að auknum orkukostnaði og óvissari orkuframboði.

Skattur á fyrirtæki útilokaður
Friedrich Merz, kanslari, lagði jafnframt áherslu á að fyrirtæki ættu ekki að verða fyrir áhrifum af hærri sköttum. Hann sagði:
„Það verður engin hækkun á tekjuskatti fyrir meðalstór fyrirtæki í Þýskalandi með þessari ríkisstjórn undir minni forystu.“
Yfirlýsingin er í mótsögn við það sem Lars Klingbeil, varakanslari sósíaldemókrata hafði sagt áður, að ekki væri hægt að útiloka skattahækkanir á meðal- og hátekjufólki til að takast á við vandamálin.
Klingbeil er sammála því, að breyta verði velferðarkerfinu en leggur áherslu á að annað þurfi einnig að gera en skera niður velferðarkerfið:
„Við munum áfram vera land sem hjálpar fólki sem hefur lent í erfiðleikum, sem hefur veikst og þarfnast stuðnings.“
Síðan hann Merz tók við embætti hefur hann átt erfitt með að sannfæra kjósendur sína. Ræða hans í Osnabrück er því túlkuð sem merki til hefðbundinna kjósenda kristdemókrata og þeirra kjósenda sem hafa farið yfir til Valkosts fyrir Þýskalands, AfD.
Sósíaldemókratar eru sögulega séð verjendur velferðarríkisins og ólíklegt að þeir muni samþykkja neinn stóran niðurskurð í velferðarmálum, sérstaklega eftir að flokkurinn missti stóran hluta af kjósendafylgi sínu í síðustu kosningum.
Milljarðar renna til Úkraínu
Samtímis og þýska ríkisstjórnin glímir við mikil innanlandsvandamál, þá hefur Þýskaland að sögn Bild eytt yfir 50 milljörðum evra í ýmsar fjárfestingar tengdar Úkraínu frá innrás Rússa árið 2022. Friedrich Merz hefur lagt mikla áherslu á Úkraínustríðið og lagt áherslu á að stuðningur við Úkraínu sé óhagganlegur. Bild greinir frá:
„Nýjustu útreikningar sýna að stuðningur Þýskalands hefur þegar farið yfir 50 milljarða markið fyrir nokkrum mánuðum. Fjármálaráðuneytið fullyrðir að Þýskaland hafi stutt Úkraínu frá upphafi árásarstríðs Rússa í febrúar 2022 til loka árs 2024 með 50,5 milljörðum evra.“