Nú hefur það gerst að þrátt fyrir að Gunnar Smári Egilsson hafi haft heila sjónvarpsstöð og 100 milljónir til þess að breiða út sósíalisma þá er ekki eftirspurn eftir manninum Gunnari Smára á Alþingi; á morgnana frá mánudegi til fimmtudags. Eftirtekjan rýr hlýtur að svíða. Flokkurinn fékk 3.97%. GSmári kvartar yfir 5% þröskuldi. Sósíalistar, píratar og vg náðu ekki inn á þing. Stóru skilaboðin eru að það er ekki eftirspurn eftir sósíalistum, það er ekki eftirspurn, hvorki eftir Gunnari Smára né Davíð Þór Jónssyni og öðrum “stjörnum Sósíalistaflokksins.” GSmári er með sjónvarpstöð, útvarpsstöð, 100 milljónir frá ríkinu á kjörtímabilinu ásamt tvo af ríkustu mönnum landsins, Kára Stefánsson og Sigurð Gísla Pálmason sem helstu stuðningsmenn. Sósíalistar fengu rúmar 25 milljónir í stuðning frá ríkinu í ár. Hundrað millur á fjórum árum til að framfleyta Gunnari Smára, minnir á árin með Jóni Ásgeiri.
HIÐ GRÁÐUGA GUÐLAUSA RÍKISVALD
Við búum við stjórnmálaflokka á ríkisfé og GSmári hefur endurnýjað fjárstreymið. Við búum við fjölmiðla á ríkisfé og RÚV er stærsti stjórnmálaflokkur landsins sem þjónar gráðugu stórríki sem aldrei fær nóg og tútnar út. Hið gráðuga stórríki er guðlaust þar sem hinir gráðugustu skipa sér til öndvegis. Siðrof hefur átt sér stað. Hinir gráðugu eru í stríði og þvo peninga í Úkraínu. Þeir þvo peninga með lygi um að veröldin sé að farast vegna hamfarahlýnunar. Enginn veit hvert féð fer.
NORRÆNA MÓDELIÐ
Það eru 4% þröskuldar í Svíþjóð og Noregi á Riksdagen og Stortinget. Þröskuldurinn er 2% í Danmörku sem er með sex milljónir íbúa. Við Íslendingar erum 400.000. Danir eru 15 sinnum fleiri. Öll eru þessi ríki með ofvaxið ríkisvald í stríði fjarri heimaslóð, hafa selt fullveldi úr landi og stefna að útrýmingu eigin þjóða og menningar. Svo tala menn með glýju í augum um “norræna módelið.” Þarf nokkuð að rifja upp hvað norræna velferðarstjórnin færði íslenskri þjóð?