Aðfaranótt sunnudags 28. júlí kom til skotbardaga í miðborg Gävle. Þrír urðu fyrir skotum og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Á sunnudagsmorgun var greint frá því að eitt af þremur fórnarlömbum hefði látist af sárum sínum.
Um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags hófst skothríð á Drottningargötunni í miðbæ Gävle. Á svæðinu eru næturklúbbar og krár og töluverður mannfjöldi að næturlagi.
25 ára karlmaður lést af völdum skotsáranna. Hinir tveir eru á sjúkrahúsi. Lögreglan rannsakar tengsl við glæpahópa en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan gekk út til almennings og biður alla sem hafa séð eða heyrt eitthvað að hafa samband.
Skotárásir í Gävleborg
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skotið er í kráarumhverfinu í Gävleborg.
Á síðasta ári voru fjórir skotnir á kránni Mulligan í miðborg Sandviken. Tveir þeirra, karlmaður á tvítugsaldri og karlmaður á sjötugsaldri, létust af völdum skotsáranna. Karlmaður á 45 ára aldri og kona á tvítugsaldri særðust í skotárásinni. Lögreglan taldi að fórnarlömbin hefðu verið venjulegir kráargestir sem lentu í skotlínunni.
Sprengju- og skotárásir sömu nótt
Sömu nótt var lögreglunni gert viðvart um sprengjuárásir bæði í Gislaved og Värnamo og einnig skotárásir í Gamla Enskede í suðurhluta Stokkhólms, þannig að ekkert lát er á ofbeldinu í Svíþjóð því miður.