Þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar, þá gengur hreint ekkert að stöðva framgang glæpahópanna í Svíþjóð. Hér verður sagt frá nýjustu skotárásinni í bílaskýli í Norrköping í gær, þar sem þekktur rappari var tekinn af lífi og morðinginn kvikmyndaði morðið og lagði út á samfélagsmiðla. Rapparinn var meðlimur glæpaklíku og sænska útvarpið hyllti hann og lög hans. Myndbandið er ögrun við allt réttarsamfélagið og öryggi almennings. Svíar fá ekki að bera vopn til að verjast en glæpamenn komast upp með að stæra sig af morðum. Sjálfsagt fær hinn ungi morðingi bæði betur greitt fyrir næstu dráp og eflaust hærri stöðu innan hópsins.
Sænski miðillinn Samnytt og fleiri miðlar birtu myndskeiðið af morðinu (sjá að neðan) og er viðkvæmum eindregið ráðlagt frá því að horfa á myndbandið sem sýnir hrottalega aftöku á þekktum rappara. Í tilkynningu Samnytt um hvers vegna þeir birta myndskeiðið segir:
„Samnytt velur að birta myndskeiðið frá morðinu í bílastæðahúsinu til að undirstrika alvarleika ástandsins sem ríkir í Svíþjóð í dag varðandi vaxandi alvarlegt götuofbeldi, þar sem mannslífið er einskis virði, þar sem glæpamennirnir verða sífellt yngri og fólk er skotið, stungið, rænt og niðurlægt. Þetta er raunveruleiki sem aðrir fjölmiðlar taka ekki fulla ábyrgð á í fréttaflutningi sínum með þeim afleiðingum að stjórnmálamenn eru ekki undir nægjanlegum þrýstingi á landsvísu til að gera nauðsynlegar ráðstafanir og stöðva þessa þróun.“
Fréttaritari tekur undir þessi orð Samnytt. Þessi nýjasta skotárás er aðeins ein í röðinni af daglegum skotárásum í Svíþjóð og sprengjuárásum. Þetta ofbeldi er orðið hið nýja norm sem fólk þarf að búa við í Svíþjóð. En miðað við dráp á hálfri milljón Svía sem ríkisstjórnin, herinn og almannavarnir boða vegna komandi innrásar Rússa í Svíþjóð, þá hverfur þetta morð náttúrulega í skuggann. Og kannski með því öll vandamálin með glæpahópana. Kannski er stöðugur stríðsáróður yfirvalda einmitt gerður í þeim tilgangi að Svíar eigi bara að sætta sig við að verið sé að skjóta og sprengja út um allt land, því það er þrátt fyrir allt skárri valkostur en hinir hræðilegu Rússar?
VIÐVÖRUN: HROTTALEGT OFBELDI Á MYNDSKEIÐINU. VIÐKVÆMUM ER RÁÐLEGT AÐ HORFA EKKI…
Gaboro meðlimur í Kalo-glæpaklíkunni
Hér að neðan er eitt dæmi um söng rapparans:
Rapparinn Gaboro hét Ninos Khouri samkvæmt Frihetsnytt. Hann var dæmdur fyrir eiturlyfjabrot og var í rannsókn í mörgum ofbeldismálum að sögn Norrköpings tidning. Expressen segir óljóst hvort einn eða fleiri glæpamenn voru viðriðnir morðið á Gaboro.
Gaboro er sagður „sænskur“ í mörgum fjölmiðlum. Sannleikurinn er sá að hann var Sýrlendingur. Hann bar alltaf grímu með tákni frá því 800 fyrir Krist.
Gaboro eller vad han nu kallade sig för och blev hyllad av P3. Konstigt att alla som P3 hyllar blir skjutna.
— Loduz den II (@LobuzdenII) December 20, 2024