Í þessum þætti Ezra Levant er fjallað um hvernig óbreyttir borgarar á Gaza eru samtvinnaðir hryðjuverkamönnum Hamas eins og sást nýlega þegar leifar myrtra ísraelskra gísla voru afhentir Ísrael.
Þrátt fyrir að hafa tilkynnt að Hamas myndu skila líkum ísraelsku móðurinnar Shiri Bibas og tveggja ungra barna hennar, lagði Hamas til líkamsleifar annars einstaklings sem þeir fullyrtu ranglega að væri móðir barnanna.

Þúsundir viðstaddra Gazabúa fögnuðu þegar leifar fórnarlambanna voru afhentar Rauða krossinum til að koma þeim aftur til Ísraels. Ezra lýsir því, hvernig áratuga heilaþvottur hefur gert samfélagið á Gaza virkt fyrir hryðjuverkamennina. Margir af þeim gíslum sem voru handteknir 7. október voru í haldi á almennum heimilum Gazabúa. Ezra segir:
„Það er í raun enginn marktækur greinarmunur á Gazabúum og Hamas…Tuttugu ára áróður og innræting, tuttugu ára heilaþvottur á æsku þeirra, þetta er eins og ef Hitler hefði komist af og lifað og haldið áfram.“