Í nýlegum dómsstólsúrskurði í Bandaríkjunum kom fram að einokun tæknirisans Google er of öflug og útbreidd. Google hefur vegna einokunarstöðu mjólkað peninga úr auglýsendum og hagræðir leitarvélum að eigin geðþótta. Þess vegna getur bandaríska dómsmálaráðuneytið farið fram á alvarlegar aðgerðir eins og að búta risann í smærri einingar.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið íhugar að grípa til alvarlegra aðgerða gegn Google eftir dómsúrskurð um að Google hafi einokun á leitarmarkaði á netinu. Að sögn heimildarmanna nærri viðræðunum er einn af kostunum sem verið er að skoða að brjóta upp tæknirisann í fleiri einingar.
Sérfræðingar eru að skoða nokkrar mögulegar leiðir til að rjúfa einokunarstöðu tæknirisans Google á markaðnum. Róttækast yrði að stykkja fyrirtækið í fleiri einingar, sem yrði fyrsta tilraun Washington eftir misheppnað mál gegn Microsoft fyrir tveimur áratugum.
Samkvæmt heimildarmönnum er líklegasta atburðarásin talin sú, að Android stjórnarkerfið og Chrome vafrinn fari frá Google. Einnig er talað um að þvinga fram mögulega sölu á AdWords auglýsingavettvanginum.
Minni róttæk lausn er að þvinga Google til að deila meiri gögnum með keppinautum sínum. Enn fremur er til athugunar að koma í veg fyrir að fyrirtækið nái ósanngjörnu forskoti á markaði fyrir gervigreindarvörur.
Umræðurnar hafa harðnað eftir að dómari úrskurðaði, að Google hefði með ólögmætum hætti einokað markaðinn með leitarvél sinni og auglýsingum á netinu.
Hvað Android stýrikerfið varðar, kom í ljós að Google hafði gert samninga við tækjaframleiðendur sem útilokuðu í raun keppinauta frá heilbrigðri samkeppni. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi gefið til kynna að það muni áfrýja ákvörðuninni skipaði dómarinn aðilum að hefja undirbúning síðari hluta málsins.
Talsmaður Google sem og bandaríska dómsmálaráðuneytið neita að tjá sig opinberlega um hugsanlegar afleiðingar dómsins.