Einn myrtur og sex særðir í íslamskri hryðjuverkaárás í Frakklandi

Írís Erlingsdóttir skrifar:

Tveir lögreglumenn alvarlega særðir eftir fjórðu íslömsku  hryðjuverkaárásina í Evrópu á níu dögum

Einn lét lífið og tveir lögreglumenn særðust alvarlega í árás sem Emmanuel Macron kallaði íslamska hryðjuverkaárás í austurhluta Frakklands á laugardag. Þrír aðrir lögreglumenn og bílastæðavörður særðust lítillega í árásinni sem franski forsetinn sagðist „ekki efa“ að tengdist hryðjuverkum.

Fjórar íslamskar hryðjuverkaárásir á níu dögum

Þetta er fjórða íslamska hryðjuverkaárásin í Evrópu á níu dögum: Þýskaland, 13. feb., Austurríki, 15. feb., Þýskaland, 21. feb., Frakkland, 22. feb.

Hinn grunaði, 37 ára gamall Alsírbúi og að sögn yfirvalda á lista yfir forvarnir gegn hryðjuverkum, var handtekinn í kjölfar árásarinnar í borginni Mulhouse, nálægt landamærum Sviss og Þýskalands.


Að sögn saksóknarans átti árásin sér stað skömmu fyrir klukkan 16:00 á laugardag á markaði, en í nágrenninu voru mótmæli um átökin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hinn grunaði er sagður hafa öskrað „Allahu Akbar“ mörgum sinnum á meðan hann stakk fórnarlömb, samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara gegn hryðjuverkum (PNAT), sem hefur tekið við rannsókn málsins.


Hinn látni var vegfarandi sem hlaut mörg hnífstungusár þegar hann reyndi að grípa inn í árásina. Einn hinna alvarlega slösuðu lögreglumanna var stunginn í hálsæð, og hinn í brjóstkassann, sagði saksóknarinn.


Hinum grunaða hafði verið skipað að yfirgefa Frakkland eftir að hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í júní. Hann hafði síðan verið í stofufangelsi, samkvæmt heimildum Le Parisien.


Blaðið greindi frá því að árásin hefði átt sér stað skömmu eftir að hinn grunaði neitaði að mæta á lögreglustöðina í Mulhouse. „Enginn vafi leikur á að þetta er verk íslamskra hryðjuverkamanna,“ sagði Macron.

Heimildir: Telegraph, NYPost, X, 22. febrúar, 2025

Fara efst á síðu