Einn af hverjum þremur nemendum finns allt í lagi að ofbeldi sé beitt til að stöðva umræður sem þeim mislíkar

Síðustu sólarhringana hefur tjáningarfrelsið verið nefnt oftar en önnur orð. Charlie Kirk var myrtur á meðan hann nýtti sér eitt af grundvallarréttindum okkar, réttinn til að tjá sig.

Þegar Kirk heimsótti háskólasvæðin var hann ekki að mótmæla, heldur tók hann þátt í friðsamlegum, vitsmunalegum umræðum, spurningum og svörum og/eða rökræðum við nemendur sem tóku þátt í umræðunum af frjálsum og fúsum vilja.

Hvernig gat einhver hugsað sér að drepa hann fyrir það? Könnun sem var birt aðeins degi áður en Kirk var myrtur sýnir að ótrúlegur fjöldi háskólanema telur að ofbeldi sé ásættanleg leið til að stöðva málflutning sem þeim líkar ekki á háskólasvæðinu.

The College Fix greinir frá: Einn af hverjum þremur nemendum telur að einhvers konar ofbeldi sé ásættanlegt til að stöðva málflutning á háskólasvæðinu, samkvæmt niðurstöðum stórrar könnunar sem Foundation for Individual Rights and Expression birti á þriðjudag.

Í könnuninni, þar sem fleiri en 68.000 nemendur við 257 háskóla um allt land voru spurðir um fjölbreytt málefni varðandi tjáningarfrelsi, var spurt:

„Hversu ásættanlegt myndir þú segja að það sé fyrir nemendur að taka þátt í eftirfarandi aðgerðum til að mótmæla ræðumanni á háskólasvæðinu? Að nota ofbeldi til að stöðva ræðu á háskólasvæðinu.“

Tvö prósent sögðu „alltaf ásættanlegt,“ 13% sögðu „stundum ásættanlegt“ og 19% sögðu „sjaldan ásættanlegt“ eða um þriðjungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni.

Þegar þátttakendur voru greindir eftir stjórnmálaskoðunum sögðu 7% nemenda sem skilgreindu sig sem frjálslynda og 8% nemenda sem skilgreindu sig sem íhaldssama, að það væri „alltaf ásættanlegt“ að nota ofbeldi til að stöðva tjáningarfrelsi. Sean Stevens, yfirmaður rannsóknarráðgjafa hjá FIRE, segir í fréttatilkynningu:

„Fleiri nemendur en nokkru sinni fyrr telja ofbeldi og ringulreið vera ásættanlega valkosti við friðsamleg mótmæli. Þessi niðurstaða sker yfir flokkslínur. Þetta er ekki frjálslynt eða íhaldssamt vandamál – þetta er bandarískt vandamál.

Nemendur sjá tjáningu sem þeir andmæla sem ógnandi og ýkt viðbrögð þeirra stuðla að óstöðugu stjórnmálaástandi.“

Meirihluti nemenda sem tóku þátt í könnuninni — 54% — svaraði einnig að það væri ásættanlegt að koma í veg fyrir að aðrir nemendur sæktu fyrirlestur á háskólasvæðinu: 3% sögðu „alltaf ásættanlegt,“ 19% sögðu „stundum ásættanlegt“ og 32% sögðu „sjaldan ásættanlegt.“

Þetta er ásökun á allt menntakerfið okkar. Skólar bregðast við að fræða nemendur okkar um Guðs gefin grundvallarréttindi okkar og þá virðingu sem þeim ber að sýna, sérstaklega í menntakerfinu.

Fara efst á síðu