Eina leiðin til að draga úr fjölda innflytjenda er að ganga úr ESB

Stjórnmálamaðurinn Geert Wilders vill að Holland dragi úr fjölda innflytjenda. Það mun aldrei gerast á meðan landið er í ESB, segir lagaheimspekingurinn Eva Vlaardimerbroek. (Mynd Wilders: Wikipedia/ Mynd Vlaardimerbroek: skjáskot X).

Hollensk yfirvöld eru orðin þreytt á fjöldainnflytjendum og hafa því sótt um undantekningu frá innflytjendareglum ESB. ESB leggst gegn vilja Hollendinga eins og Ungverja og annarra aðildarríkja sem vilja stjórna málum sínum sjálf. Ungverjaland styður kröfu Hollands um sérstaka skrá fyrir þau lönd sem vilja undantekningu frá innflytjendalögum ESB. Hollenski lagaheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek telur, að eina leiðin sé að ganga úr ESB.

Dagblaðið DW greinir frá því, að Holland vilji komast hjá hælis- og fólksflutningastefnu ESB. Dick Schoof, forsætisráðherra sósíaldemókrataflokksins, hefur sent beiðni til framkvæmdastjórnar ESB um að Holland verði undanþeginn almennum fólksflutningareglum. Innflytjendaráðherra Hollands, Marjolein Fabar (á mynd) segir:

„Þessi ríkisstjórn stefnir að því að draga verulega úr fólksflutningum til Hollands til að geta staðið við stjórnarskrárbundnar skyldur okkar – að útvega almennt húsnæði, heilsugæslu og menntun.“

Söguleg umsókn

Geert Wilders – sem er þekktur fyrir gagnrýni sína á íslam – segir umsóknina sögulega. Þrátt fyrir að margir líti á umsóknina sem skref á leiðinni til aukins sjálfstæðis mun það í sjálfu sér ekki þýða að Holland fái stjórn á innflytjendamálunum. Samkvæmt DW þá þurfa öll 27 aðildarríkin að samþykkja breytingu á innflytjendasamningi ESB, áður en Holland getur fengið undanþágu. Wilders segir:

„Faber skráir sig í sögubækurnar og upplýsir framkvæmdastjórn ESB um vilja Hollands til að afþakka fólksflutninga! Ég veit að þetta mun taka langan tíma, en þetta táknar að nýir vindar blása.“

Eina leiðin að endurheimta fullveldið er að ganga úr ESB

Hollenski lögfræðingurinn og álitsgjafinn Eva Vlaardingerbroek tjáir sig um beiðni Hollands í myndskeiði á X (sjá að neðan). Hún telur að það eina sem Holland geti gert til að minnka innflytjendur sé að ganga úr ESB:

„Hata að skemma stemninguna hérna en að Holland biðji um undanþágu frá innflytjendastefnu ESB er a) veikt og b) tilgangslaust. Ef ríkisstjórn okkar væri alvara myndu þeir innleiða #NEXIT og ganga úr ESB. Það er eina ALVÖRU leiðin til að fá fullveldið okkar aftur.“

Fara efst á síðu