Líkum þeirra myrtu er hent í hauga eftir að vígamenn íslams hafa drepið fólkið. Foringja böðlanna verður fagnað af ESB í Brussel í næstu viku.
Þrátt fyrir fregnir af hrottalegum fjöldamorðum á kristnum og alavítum í Sýrlandi hefur ESB ákveðið að bjóða nýjum heilagastríðsforseta landsins, Ahmad al-Shara, á gjafaráðstefnu í Brussel 17. mars. Bandaríkin hafa harðlega fordæmt fjöldamorðin og benda á ódæðismennina sem „róttæka íslamista hryðjuverkamenn“ segir í frétt Remix News.
Um helgina jókst ofbeldið í norðvesturhluta Sýrlands þar sem hundruð óbreyttra borgara voru myrtir á hrottalegan hátt af herskáum íslamistum. Vitnisburður og myndbönd sýna að aftökur og lík eru dregin um göturnar samtímis sem heilagastríðsböðlarnir krefjast útrýmingar á Alavítum, sem er minnihlutahópur sem fv. forseti Sýrlands Bashar al-Assad tilheyrir.
Samkvæmt breska SOHR hafa yfir 740 óbreyttir borgarar verið drepnir í Latakia, Jableh og Banias, sögulegu þekktu vígi minnihlutahópa í Sýrlandi. Óttast er að tala látinna sé umtalsvert hærri. Kristnir eru meðal þeirra ofsóttu og myrtu.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt verknaðinn og lýsir yfir stuðningi sínum við minnihlutahópa í Sýrlandi. Hann skrifar á X:
„Við stöndum með kristnum mönnum, Drúsum, Alavítum og Kúrdum í Sýrlandi.“
Foringja heilagastríðsmanna boðið til Brussel
Viðbrögð ESB eru alfarið á hinn bóginn. Í opinberri yfirlýsingu gagnrýnir sambandið „árásir á hermenn bráðabirgðastjórnarinnar“ sem gerðar eru af „stuðningsmönnum Assad.“ Hin umdeilda ákvörðun ESB um að bjóða fyrrverandi foringja al-Qaeda, núverandi Sýrlandsforseta, Ahmad al-Shara, kemur eftir að sambandið ákvað að slaka á efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Sýrlandi. Aðgerðin, sem sögð er miða að því að styðja við efnahagsbata landsins, felur í sér að refsiaðgerðum gegn orkugeiranum í Sýrlandi verður aflétt og sömuleiðis viðskiptabanni á nokkra banka.
ESB orðið að stríðsverkefni
Margir þingmenn ESB-þingsins eru ævareiðir. Þannig skrifar Rob Roos frá ECR-hópnum:
„Þetta er fáránlegt! Í Sýrlandi fremur HTS þjóðarmorð á kristnum mönnum og hófsömum múslimum. ESB er hætt að vera friðarverkefni – það er orðið stríðsverkefni.“
Tomasz Froelich, ESB-þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands, AfD, gagnrýndi harðlega ákvörðun Þýskalands um að senda 60 milljónir evra til nýrrar ríkisstjórnar Sýrlands:
„Þýsk stjórnvöld hafa gefið íslamistastjórninni í Damaskus 60 milljónir evra af peningum skattgreiðenda. Þeir slátra alavítum og kristnum fyrir framan augu okkar.“
Ahmad al-Shara neitar að ríkið hafi tekið þátt í fjöldamorðunum.