Eftir blóðbaðið: ESB dælir milljörðum til heilagastríðsstjórnar Sýrlands

Evrópusambandið skríður í duftinu fyrir heilagastríðsherforingjanum Abu Mohammad al-Julani og eys peningum skattgreiðenda yfir hann.

ESB hefur ákveðið að úthluta jafnvirði 360 milljarða skattkróna til Sýrland. Þetta ákveður ESB meðvitað um að landinu er stjórnað af hryðjuverkamönnum með bakgrunn í al-Qaeda sem nýlega hafa framið hrottaleg fjöldamorð á minnihlutahópum.

ESB hélt sinn árlega gjafafund fyrir Sýrland í fyrradag þar sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tilkynnti að ESB hækkaði stuðning sinn við landið og svæðið í tæpa 2,5 milljarða evra fyrir 2025 og 2026. Von der Leyen sagði að sögn AFP:

„Sýrlendingar þurfa meiri aðstoð, burtséð frá því hvort þeir eru enn erlendis eða hvort þeir ákveða að fara heim.“

Nýja stjórnin reynir að öðlast lögmæti í umheiminum en er á sama tíma sökuð um víðtæk fjöldamorð. Yfir 1.200 óbreyttir borgarar, aðallega alavítar og kristnir minnihlutahópar, voru myrtir á strandsvæðum nýlega. Myndbandsupptökur frá árásunum sýndu að óbreyttir borgarar voru látnir skríða á fjórum fótum áður en þeir voru myrtir hver af öðrum með skotum í höfuðið.

Asaad al-Shaibani, fulltrúi heilagastríðsstjórnar Sýrlands, var með í fyrsta sinn á fundi ESB. Nýr leiðtogi landsins, Ahmed al-Shara, fyrrum leiðtogi al-Qaeda, tók völdin í desember eftir að hafa leitt bandalag hryðjuverkahópa gegn Damaskus.

Al-Shara hefur nýlega undirritað bráðabirgðastjórnarskrá sem gefur fyrirheit um „fjölmiðla- og tjáningarfrelsi, auk kvenréttinda“ en byggir alla löggjöf á íslömskum sharíalögum.

Armensk-sýrlenski óháði blaðamaðurinn Kevork Almassian, sem býr núna í Þýskalandi, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun ESB að rúlla upp rauða teppinu fyrir utanríkisráðherra heilagastríðsstjórnarinnar í Sýrlandi. Hann skrifaði á X:

„Þrátt fyrir staðfest fjöldamorð dauðasveita Abu Mohammad al-Julani, þá hefur framkvæmdastjórn ESB boðið honum á gjafaráðstefnu í Brussel Í hvers konar fáránlegum heimi lifum við raunverulega um þessar mundir?“

Fara efst á síðu