Eftir allar Covid-lygarnar: Núna kemur „ofurstofnun heilbrigðismála“

Valdníðsla, skerðing frelsis og mannréttinda, lygar og aðskilnaður. Þetta eru nokkur dæmi um þau afbrot sem yfirvöld um allan heim gerðust sek um á meðan á „heimsfaraldrinum“ stóð. Þrátt fyrir allar alvarlegar uppljóstranir um rangar ákvarðanir stjórnvalda í skjóli neyðarlaga, þá heldur Þýskaland áfram á sömu braut með áform um byggingu nýrra ofurheilbrigðisstofnunar sem skrásetur og hefur eftirlit með öllum íbúum landsins.

Mörg lönd skertu verulega frelsi einstaklingsins á meðan á heimsfaraldrinum stóð. Fólki var bannað að safnast saman í hópum, þvingaðar bólusetningar stundaðar, upplýsingar á skjön við opinberu útgáfuna ritskoðaðar og hið opinbera lagðist miskunnarlaust gegn öllum þeim sem gagnrýndu starfshætti stjórnvalda með uppsögnum, tekjumissi og þungum sektum.

Þýskaland var eitt þeirra landa sem hvað ákafast beitti takmörkunum, ekki ósjaldan með lygina að vopni. Upplýst hefur verið að undanförnu, hvernig stjórnvöld fóru í hatursherferðir gegn óbólusettum og földu niðurstöður rannsókna sem sýndu að omnikron-afbrigðið var skaðlaust.

Ný stofnun í gangi

Þrátt fyrir allar uppljóstranir og öll hneykslismálin, þá ætla þýsk yfirvöld engu að síður að auka eftirlit ríkisins með heilsu Þjóðverja. Junge Freiheit greinir frá því, að fyrirhugað er að opna nýja ofurstofnun á sviði heilbrigðismála árið 2025: „Federal Institute for Prevention and Education in Medicine.“

Stofnunin mun taka yfir fræðslumiðstöð heilbrigðisráðuneytisins og hluta Robert Koch stofnunarinnar (RKI), sem stóð fyrir rannsóknum á Covid-19. Áætlaður kostnaður nýju ofurstofnunarinnar er um 15,5 milljónir evra.

Safnar upplýsingum um alla landsmenn

Starfsemin gengur út á að safna saman og skrásetja upplýsingar um

„heilsufarsástand og heilsuhegðun íbúanna og tryggja samstarf og tengingu vísinda, framkvæmdavalds, stefnumótunar og viðeigandi hagsmunaaðila.“

Í stuttu máli þýðir það, að stofnunin mun safna saman og skrá nánast allar upplýsingar um heilsufar borgaranna.

Fara efst á síðu