
Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður varar á blog.is við alvarlegum afleiðingum alls fólksinnflutnings til Vesturlanda. Hann segir tilveru Íslands í hættu nema að móttaka hælisleitenda og fjölskyldusameiningar verði tafarlaust stöðvuð í að minnsta kosti þrjú ár.
„Það er innrás og stjórnmálamenn Evrópu láta sem ekkert sé og gera ekkert af viti.“
Jón Magnússon skrifar:
INNRÁSIN
Stjórnmálamenn í Evrópu hafa það helst sér til ágætis að láta sem ekkert sé og allt sé í stakasta lagi. Stjórnmálamenn Evrópu neita að horfast í augu við að regluverkið vegna hælisleitenda er úrelt. Það er innrás og stjórnmálamenn Evrópu láta sem ekkert sé og gera ekkert af viti. Á meðan stjórnmálamenn Evrópu láta sem ekkert sé er sérstök lögregludeild sett upp í Bretlandi til að koma í veg fyrir að almenningur tali um vandamálin eins og þau eru.
Þá vill svo til að af öllum mönnum, þá kemur Donald Trump Bandaríkjaforseti og segir það sem er staðreynd málsins:
„You better get your act together or you’re not going to have Europe anymore“:
„Þið verðið að koma hlutum í lag annars verður ekki til nein Evrópa lengur“
Af hverju hafa stjórnmálamenn Evrópu á eilífum fundum sínum ekki áttað sig á þessari einföldu staðreynd og brugðist við?
Já og af hverju hafa íslenskir stjórnmálamenn ekki áttað sig á þeirri einföldu staðreynd að: