Ungversk stjórnvöld neita að beygja sig fyrir kröfum ESB um að landið opni landamæri sín fyrir stjórnlausum fjöldainnflutningi. Núna lofar einn ráðherra Ungverjalands því, að kröfunni um opin landamæri verði mætt með því að senda innflytjendur til Brussel.
Ungverjaland hefur greinilega sýnt, að það lætur ekki ESB stjórna stefnu landsins í öllum málum. Ungverjaland vill ekki að LGBTQ-áróður sé kenndur í barnaskólum eða smábörn verði æst til að skipta um kyn á bak við foreldrana. Foreldrarnir hafa umráðarétt yfir börnum sínum fram að 18 ára lögaldri sem verið er að afnema á færibandi á Vesturlöndum. Ungversk stjórnvöld vinna einnig að því, að friðarumræður komist á varðandi Úkraínustríðið en slíkt er eitur í beinum stríðsbrjálæðinganna í Brussel sem gera allt til að tortíma Evrópu í heimsstyrjöld eina ferðina enn. Eitt af stóru ágreiningsmálunum er, að stjórnvöld hafa engan áhuga á að erlendir aðilar skipi fyrir og geti breytt Ungverjalandi í fjölmenningarland með þvinguðum fjöldainnflutningi í boði ESB (sem er óþarfi á Íslandi með ríkisstjórn sem heldur að Ísland sé þegar gengið í ESB).
Ungverjaland hefur meðal annars varið landamæri sín gegn farandfólki sem reynir að komast inn í Ungverjaland til að setjast þar að eða halda áfram til Evrópu. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur varað við því sem er að gerast í þeim löndum sem taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er eyðilegging Svíþjóðar og ástandið í Þýskalandi og Frakklandi meðal skýrustu dæma.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. (Mynd: Wikipedia CC 4.0)
Dæmdir til að greiða háar sektir
Í júní dæmdi Evrópudómstóllinn Ungverjaland til að greiða 200 milljónir evra í sekt fyrir að handtekið ólöglega innflytjendur sem komust til Ungverjalands. Þar að auki á Ungverjaland að greiða eina milljón evra til viðbótar hvern einast dag sem Ungverjaland fylgir ekki eftir kröfum dómstólsins.
Þrátt fyrir það, þá sýna Ungverjar engan bilbug á sér og eru núna reiðubúnir að ögra ESB á þann hátt sem hefur náð vinsældum meðal ríkja í Bandaríkjunum sem gagnrýna innflytjendamál alríkisstjórnarinnar.
Á miðvikudaginn hélt Gergely Gulyás, starfsmannastjóri Orbáns, blaðamannafund í höfuðborginni Búdapest. Skilaboðin voru skýr: Ungverjaland ætlar ekki að láta þvinga sig til að taka við innflytjendum. Hann beindi harðri gagnrýni á sektirnar sem Ungverjaland er dæmt til að greiða, en hyggst nú fara að kröfunum á eigin forsendum, segir í frétt Associated Press (AP).
Gerir eins og Texas
Gergely Gulyás sagði:
„Ungverjaland vill ekki þurfa að borga þessar dagsektir endalaust, þannig að við munum gera fólki kleift að koma inn ef það vill og gefa því miða aðra leið til Brussel. Þannig er skilyrðum uppfyllt til að komast hjá sektum samtímis og Ungverjaland verður ekki fyllt af farandfólki. Auk þess mun fjölmenningin lenda beint fyrir utan hlið ESB-elítunnar sjálfrar.“
„Ef Brussel vill innflytjendur, þá geta þeir fengið þá. “
Gulyás Gergely. (Mynd: Wikipedia/ CC 4.0).
Þetta er brella sem ríkisstjórar gegn innflytjendamálum í Bandaríkjunum hafa beitt, einkum Greg Abbott, ríkisstjóri Repúblikanaflokksins í Texas. Með því að taka mark á innflytjenda-stjórnmálamönnum í norðurhluta Bandaríkjanna hefur hann látið senda ólöglega innflytjendur með rútum til borganna þar, þannig að þessir stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við afleiðingar stefnu sinnar. Þeir hafa meira að segja sleppt af farandfólki fyrir utan bústað varaforsetans Kamala Harris.