Rétttrúnaðurinn verður varla betri. Við endurgerð sígildra söguverka teygir rétttrúnaðurinn sig sífellt lengra, já alla leið út í bláan fáránleikann. Í nýrri þáttaröð á Amazon Prime Video er konungur Eðvarð á 16. öld sýndur sem svartur, fatlaður og samkynhneigður maður. Áhorfendur vita varla lengur, hvort verið sé að grínast eða tala í alvöru. Sjálft Internet spyr: Var þetta raunverulega þannig?
Netflix var gagnrýnt í fyrra fyrir að gera Keópötru drottningu svarta. Núna er röðin komin að Amazon sem tekur sér frelsið að breyta sögunni í þáttaröðinni „My Lady Jane.“
Viðbrögðin hafa vægast sagt verið misjöfn, sumir hafa velt því fyrir sér og jafnvel sannfærst um að þetta sé grín og skopstæling á vinstrisinnaðri pólitískri rétthugsun. Aðrir taka fram að í nafni svokallaðs fjölbreytileika virðist mega ganga eins langt og manni sýnist.