Dróni yfir Kaupmannahöfn gæti hafa verið venjulegt skólaflug

„Stærri dróninn“ sem sást yfir Kaupmannahafnarflugvelli fyrir tæpum tveimur vikum og leysti úr læðingi dróníska múgsefjun um allan Vesturheim var líklega skólaflugvél frá Copenhagen Air Taxi. Danska útvarpið greindi frá þessu á laugardag.

Klukkan 20:30 á mánudagskvöldi, 23. september, tilkynnir Naviair, ríkisfyrirtæki sem ber ábyrgð á flugumferðarstjórn í danska loftrýminu, lögreglunni að „stærri dróni“ sé að fljúga yfir Kaupmannahafnarflugvelli. Flugumferðarstjórar ákveða að loka loftrýminu. Tugþúsundir farþegar verða fyrir áhrifum þegar flugi þeirra er breytt og áætluðum brottförum er frestað eða aflýst.

Drónamúgsefjun

Drónaviðvörunin yfir dönsku höfuðborginni var upphafið að evrópskri sturlun. Á næstu dögum voru drónar tilkynntir yfir fleiri dönskum flugvöllum. Kýrhegðun ESB búrókratanna var kýrskýr: Léttir ein beljan á sér þurfa hinar að gera það líka. Fréttir bárust því líka af drónum yfir flugvöllum í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Portúgal, Noregi, Póllandi og Litháen. Jafnvel í Svíþjóð komu viðvaranir um dróna yfir Stokkhólmi.

Margir bentu fljótlega á Rússa fyrir meint brot á drónalögum og tveimur dögum síðar lýsti Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar því yfir að það væri opinber afstaða sænsku ríkisstjórnarinnar að kenna Rússum um drónana. Löngu fyrir Úkraínustríðið sáu sænsk yfirvöld rússneskan kafbát á bak við hverja stöku báru í skerjagarðinum, þannig að enginn þarf að vera hissa. Sænskir kratar hvöttu óspart Hitler, þegar hann réðst á Rússland 1941 og hylltu árásarstríð nazismans sem frelsisstríð Evrópu – sérstaklega fyrir Svía.

Að kvöldi 27. september stigmagnaðist ástandið enn frekar, þegar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fyrirskipaði að farið yrði um borð í olíuskipið Boracay, einnig þekkt sem Pushpa, á alþjóðlegu hafsvæði undan frönsku ströndinni.

Olíuskipið hafði farið fram hjá Danmörku nokkrum dögum áður og er talið tilheyra meintum „skuggaflota“ Rússlands og liggur undir grun að hafa brotið drónalög. Skipinu er fylgt inn í franska landhelgi og skipstjóri þess og fyrsti stýrimaður eru handteknir. Macrón lýsir því yfir„áhöfnin framdi mjög alvarlega glæpi, sem réttlætir núverandi lagalegar aðgerðir.“ Eiginlega er ESB komið í hlutverk sjóræninga á Eystrarsalti og víðar gegn Rússum.

Skólaflugvél á æfingarflugi

Danska útvarpið, DR, greinir frá því að danska lögreglan hafi komist að þeirri niðurstöðu að nokkrar af drónaviðvörununum sem hún fékk voru rangar. Einn af „drónunum“ sem sást yfir Kaupmannahafnarflugvelli kvöldið 23. september var nefnilega kvikmyndaður af norsku vitni úr farþegarými flugvélar. Myndbandinu hefur verið dreift af mörgum fjölmiðlum og fellur saman við þann tíma sem Naviair tók eftir dróna yfir flugvellinum.

En sá „dróni“ var líklegast skólaflugvél frá Kaupmannahöfn, leiguflugvél af gerðinni Socata TB-20 Trinidad GT, sem flaug yfir flugvöllinn þetta kvöld. Gögn frá flugvélinni passa alveg við tímasetningu fyrstu drónaviðvörunarinnar. Og samkvæmt upplýsingum sem DR fékk, héldu dönsku flugumferðarstjórarnir einfaldlega að litla fimm sæta skrúfuflugvélin væri „stærðar dróni.“

Fara efst á síðu