Óháði forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri ræddi við Dr. Phil í síðustu viku og lýsti stefnu sinni til að koma í veg fyrir að Kamala Harris yrði forseti með því að vera áfram á kjörseðlinum í bláum ríkjum.
Dr. Phil ræddi við Kennedy eftir að hann tilkynnti um þá ákvörðun sína að hætta forsetaframboði og sameinast Donald Trump. Viðtalið var tekið áður en Kennedy hélt ávarp á kosningafundi Donald Trump í Glendale, Arizona. Þátturinn verður sendur í heild sinni á miðvikudag.
Brot úr viðtalinu er í lauslegri þýðingu hér að neðan:
Dr. Phil: Hér er málið… Þú ert áfram á kjörseðlinum í rauðu og bláu ríkjunum, í sveifluríkjunum. Fólk hefur sagt að þetta séu 15 héruð í 11 mismunandi ríkjum. – 11 af þessum héruðum er í sjö ríkjum, meðal annars þar sem við erum núna og þú segir, að þú viljir ekki vera á kjörseðlinum. Þú vilt ekki að fólk kjósi þig þar. Telur þú, að þú gætir ráðið úrslitum í þessum forsetakosningum vegna stöðunnar? Að sjálfsögðu ef þau fá ekki 270, ef þau gera jafntefli með 269, þá er það allt annað dæmi. En ef það verður í höndum óháðra í 15 héruðum í þessum 11 ríkjum og þú hefur veitt Trump-framboðinu stuðning þinn, telur þú að þú gætir verið sá sem velur næsta forseta Bandaríkjanna vegna áhrifa þinna?
Robert F. Kennedy yngri: Það er mögulegt að ég gæti það — ég hefði gert það ef ég hefði verið áfram á kjörseðlinum í sveifluríkjunum. Það sem ég hef gert, Phil, er að við erum að taka nafn mitt af atkvæðaseðlunum í 10 ríkjum sem eru sveifluríki. Ég verð áfram í rauðum ríkjum, bláum ríkjum, svo fólk geti kosið mig án þess að það hafi afleiðingar. Þú veist, þeir verða ekki hræddir – ó, vondi náunginn verður kosinn. Við vitum hverjir verða kjörnir í þessum ríkjum. Fólk fær möguleika á að kjósa mig sem vill kjósa mig án þess að það hafi nokkrar afleiðingar.
En það sem við þekkjum af skoðanakönnunum er að ef ég hefði verið áfram í framboði, þá hefði það næstum örugglega snúið kosningunum á sveif Harris varaforseta, sem var í kaldhæðni að reyna að afmá nafn mitt af kjörseðlinum í öllum ríkjunum. En ég held að það væri ekki góð niðurstaða, vegna þess að ég er ósammála henni um öll mál – um stríð, ritskoðun, langvinna sjúkdóma og mörg, mörg önnur mál. Ég vildi ekki gefa kosningarnar — ég tel ekki rétt að gefa henni kosningarnar.
Skoðanakönnun okkar sýndi frá upphafi, að ef ég hætti framboði myndu 57% þeirra sem styðja mig kjósa Trump. Þannig að ef ég hefði verið áfram í framboði hefði haft áhrif á úrslitin sem hefði mjög líklega getað þýtt kosningasigur fyrir Harris. Þannig að bara með því að draga framboðið til baka, þá held ég, samkeppnin verði sanngjarnari þeirra á milli.
Dr. Phil: Þú hefur tveggja stafa tölu fylgi í sumum af þessum sveifluríkjum?
Robert F. Kennedy yngri: Já, ég hef það.
Dr. Phil: 57% af þessum atkvæðum fara til fyrrverandi forseta Trump. Það er mikil aukning fyrir hann. Þetta er algjör uppsveifla fyrir hann.
Robert F. Kennedy yngri: Já, það er það. Ég held að það – þú veist, ákvörðun okkar – eða ákvörðun mína um hvað ég geri – ég held að það verði miklu líklegra að Trump forseti nái kjöri.
Dr. Phil: Svo þú lyftir því fram?
Robert F. Kennedy yngri: Já.
Dr. Phil: Þú hefur nóg til að vera sammála honum um forgangsröðunina, að þú sért öruggari með það en ef það færi á hinn veginn……
Robert F. Kennedy yngri: Jafnvel þó ég hafi alist upp í Demókrataflokknum, þá hef sömu afstöðu til andstyggðar og Trump forseti eins og margir demókratar hafa….En samtal okkar – samtal mitt við Trump forseta var mjög vingjarnlegt. Og ég — þú veist, hann talaði um að stofna sameiningarflokk, um Lincoln forseta og teymi keppinauta hans. Ég gæti komið inn og stutt hann vegna þessara tilvistarvandamála – ritskoðunar, stríðs, langvinnra sjúkdóma – sem ég finn sterklega fyrir og hann finnur mjög fyrir. Þar er Kamala á rangri hlið. Ég gæti haldið áfram að gagnrýna hann í málum þar sem ég er ekki sammála honum og hann er alveg sáttur við það. Og mér finnst það líka. Ég geri það ekki — þú veist, ég ætla ekki að skrifa undir margt af því sem hann segir og styður en um þessi mál og ástandið á landamærunum þar er ég með honum.
Dr. Phil: Ætlarðu að taka virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Trump forseta?
Robert F. Kennedy yngri: Já, ég geri það.
Dr. Phil: Allt í lagi, svo ég sit kannski hér og ræði við þá persónu í þessu landi sem ákveður hver verður næsti forseti Bandaríkjanna eftir það sem þú gerðir í dag.
Robert F. Kennedy yngri: Það er mögulegt.
Dr. Phil: Það er það svo sannarlega. Ég samþykkti að hafa þig í 45 mínútur. Við erum á mínútu 44 núna.
Robert F. Kennedy var fagnað sem hetju, þegar hann ávarpaði mannfjöldann á kosningafundi Trumps í Glendale, Arizona.