Donald Trump endurkjörinn 47. forseti Bandaríkjanna

Óhætt er að tala um þjóðarvakningu í Bandaríkjunum, því Donald Trump fékk bæði meirihluta atkvæða kjósenda og sigraði í sveifluríkjum sem færði honum meirihluta kjörmanna til að tryggja kosningu sem 47. forseti Bandaríkjanna. Repúblikanar tryggðu einnig meirihluta í Öldungadeildinni og líklega einnig í fulltrúadeildinni. Þótt talningu atkvæða sé ekki endanlega lokið alls staðar þegar þessi orð eru skrifuð, þá eru úrslitin þegar ráðin.

Trump er annar forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er endurkjörinn án þess að vera forseti. Grover Cleveland var sá fyrsti en hann var 22. og 24 forseti Bandaríkjanna. Yfirburðasigur repúblikana gerir róðurinn léttari fyrir ríkisstjórn Trumps komandi 4 árin sem ekki veitir af vegna mikilvægra og erfiða verkefna bæði heima fyrir og erlendis.

Þótt demókratar hafa beðið ósigur, þá er ósigur könnunarfyrirtækja og megin fjölmiðla enn stærri, því í annað sinn tókst þeim engan vegin að vera nálægt úrslitunum. Sameiginlegur söngur fjölmiðla var að Kamala Harris „væri sigurstrangleg” og „mjótt væri á muninum.” Það er verðugt rannsóknarefni, hvers vegna fjölmiðlar eru hættir að sinna staðreyndum raunveruleikans og eyða tímanum í staðinn í einhliða pólitískan áróður. Meginmiðlar hæða og rægja vilja Bandaríkjamanna og sjá ekkert nema demókrataflokkinn. Eflaust vegna þeirrar spillingar sem ríkir ekki síst vegna fjársterkra stuðningsaðila eins og George Soros. Verður fróðlegt að sjá í framhaldinu, hvort Open Society borgi ekki þúsundum uppvöðsluseggjum til að gera uppþot, brenna bíla og eyðileggja verslanir til að mótmæla kjöri Trumps. Starfsmenn djúpríkisins hafa ástæðu til að vera hræddir, því Trump hefur lofað að „hreinsa dýið” og veit núna nákvæmlega, hvaða opinberir starfsmenn hafa misnotað völd og skattfé almennings.

Trump var hógvær og afskaplega þakklátur Bandaríkjamönnum fyrir að sýna sér það traust að verða 47. forseti þeirra í Hvíta húsinu. Hann þakkaði fjölskyldunni, konu og börnum og fjölda vina fyrir allan stuðninginn á vegferðinni til að ná þessum sigri og sagði repúblikana hafa haldið a.m.k. 900 kosningafundi á kjörtímanum. Hann nefndi fjölda manns með nafni sem komið hafa að sigrinum og sagði síðan:

„Margir hafa sagt mér að Guð hafi haft ástæðu til að þyrma lífi mínu. Og þessi ástæða var til að bjarga landi okkar og endurheimta virðingu Bandaríkjanna og núna munum við að vinna það verkefni saman. Við munum klára það.”

„Verkefnið sem liggur fyrir okkur verður ekki auðvelt. Ég mun nota alla þá orku, þann anda og baráttuhug sem finnst í sál minni fyrir þetta starf sem mér hefur verið falið.”

Hér að neðan má hlýða á sigurrægu Trumps í morgunsárið að íslenskum tíma:

Fara efst á síðu