Dómarar sem bönnuðu forsetaframboð Georgescu tengjast Soros og Biden

Fordæmalaus ákvörðun rúmenska stjórnlagadómstólsins um að ógilda fyrstu umferð forsetakosninganna í fyrra og að banna Călin Georgescu mánuðum síðar að bjóða sig fram til embættis forseta, eftir að hann fékk 45% atkvæða, hefur orsakað stjórnmálabál bæði heima fyrir og erlendis. Margir fordæma bannið sem valdarán.

Nú eru verið að skoða þrjá af níu dómurum dómstólsins vegna tengsla þeirra við öflugt netkerfi glóbalizmans. Tveir dómaranna tengjast fjármálajöfrinum George Soros og sá þriðji hefur tengsl við Joe Biden fyrrum Bandaríkjaforseta.

Í miðju deilunnar um þá andlýðræðislega ákvörðun að banna eina frambjóðandann sem gagnrýnir erlenda íhlutun Bandaríkjanna, Nató og ESB – er Elena Tănăsescu dómari, sem sat í stjórn stofnunarinnar Public Policy í Búkarest frá 2005 – 2019. Stofnunin hefur fengið umtalsverða styrki frá CEE sjóðinum sem er útibú í alþjóða neti Soros.

Gagnrýnendur halda því fram að stofnunin starfi sem áhrifatæki fyrir erlenda aðila til að hafa áhrif á álit almennings og snúa almenningi á sveif með hagsmunum alþjóðahyggjunnar. Fyrra hlutverk Tănăsescu sem ráðgjafa Klaus Iohannis forseta Rúmeníu sem er lykilpersóna í spilltu, rótgrónu stjórnmálakerfi Rúmeníu, vekur áhyggjur um hlutleysi dómarans, sérstaklega þar sem hinar ógiltu kosningar framlengdu forsetatíð Iohannis um nokkra mánuði til viðbótar.

Rannsóknarblaðakona í Rúmeníu, Iosefina Pascal, greindi frá því að Tănăsescu hefði verið tilnefnd af sjálfum forsetanum til 9 ára starfa hjá Stjórnlagadómstólnum. Annar dómari, Bogdan Licu, hefur tengsl við Freedom House, sem er stofnun sem vitað er að fengið hefur gífurlegar fjárhæðir frá bæði USAID og Soros-tengdum hópum.

Joe Biden varaforseti 2014 hrósaði persónulega þriðja dómaranum Livia Stanciu fyrir störf sín í réttarkerfi Rúmeníu. Utanríkisráðherrann Anthony Blinken og aðstoðarmaður hans James O’Brien eru taldir hafa þrýst á rúmensk yfirvöld að ógilda niðurstöður forsetakosninga í landinu. Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú það mál samkvæmt tilskipunum Trump-stjórnarinnar, að því er svissnesk hugveita greinir frá.

Úrskurður dómstólsins 6. desember 2024 ógilti sigur Georgescu í fyrstu umferð forsetakosninganna í Rúmeníu og er það fordæmalaus ráðstöfun í sögu landsins eftir valdatíma kommúnista. Georgescu átti að mæta í úrslitaumferð þann 8. desember en kosningarnar voru lýstar ógildar og nýjar ákveðnar í maí.

Marcel Ciolacu, frambjóðandi Sósíaldemókrataflokksins, var uppáhalds frambjóðandi ESB og glóbaliztanna, en hann var felldur í fyrstu umferð með litlum mun. Telja margir að fordæmalaus afskipti dómstólsins hafi verið gert til að tryggja honum forsetakosningar að nýju.

Stuðningur Georgescu hefu aukist gríðarlega og kannanir bentu til þess að hann gæti unnið í fyrirhuguðum kosningunum í maí. Hann var þá handtekinn sakaður um alls kyns glæpi og honum bannað að bjóða sig fram að nýju. Þá brutust út ein stærstu mótmæli sem sést hafa í Evrópu nútímans og meginmiðlar þegja um.

Fara efst á síðu