„Djúpríkið“ stjórnar Bandaríkjunum

„Djúpríkið“ hefur svo mikil völd í Bandaríkjunum að jafnvel forsetakosningarnar fá engu um breytt. Það er mat bandaríska hagfræðiprófessorsins Jeffrey Sachs.

Bandaríski prófessorinn Jeffrey Sachs er ekki yfir sig vongóður varðandi bandarísku forsetakosningarnar. Hann lýsir skoðun sinni í viðtali við „System Update“ nýverið (sjá X að neðan). Sachs hefur ekki trú á því, að það skipti svo miklu máli hver vinnur, Trump eða Harris, því samkvæmt honum þá eru Bandaríkin ekki lengur starfhæft lýðræðisríki.

Ofsaríkir hafa völdin

Bandaríkin eru plútókrataríki (hinir ofsaríku hafa völdin), fullyrðir hann, þar sem „djúpríkið“ stjórnar á bak við tjöldin. Sachs segir:

„Ég hef miklar áhyggjur af ástandinu í landi okkar. Ég hef miklar áhyggjur af því, að utanríkisstefnunni sé í höndum myrkra afla. Við erum í vandræðum með djúpríkið sem er mjög alvarlegt. Ég er ekki að segja fólki hvernig það á að kjósa. Ég ætla ekki að kjósa.“

Þarf að endurreisa lýðræðislega ferlið

Hann segir ástandið afar dapurlegt:

„Við erum plútókrataríki, þar sem stjórnmálunum er stjórnað af þeim ofurríku og hefur ekkert með okkur að gera. Við höfum kerfi djúpríkisins. Ekkert verður afgreitt á kjördag. Við stöndum frammi fyrir þeirri baráttu að það þarf að endurreisa lýðræðislega ferlið í Bandaríkjunum. Það þýðir að taka verður kerfið úr höndum þeirra ofsaríku, djúpríkisins, CIA og vopnaframleiðenda.“

Fara efst á síðu