Dansfífl fáránleikans

Jón Magnússon, Hæstaréttarlögmaður og fv. alþingismaður er ötull baráttumaður frelsis og réttlætis og hefur skrifað margar greinar um stríðið milli Ísraels og hryðjuverkasveitarinnar Hamas. Hér er nýjasta grein hans á blog.is þar sem hann útskýrir og jafnframt átalar vestræna fjölmiðla, ekki síst RÚV á Íslandi, fyrir einhliða áróður haturs og ofbeldis gegn gyðingum. Jón segir marga stjórnmálamenn Vesturlanda vera „stjórnmáladverga, dansfífl fáránleikans eins og utanríkisráðherra Íslands, sem hafa bara skemmt fyrir og stappað stálinu í Hams. Þeirra skömm og ábyrgð.“

Jón Magnússon skrifar:

Falsfréttir og þekkingarskortur

Vinstri sinnaðar fréttastofur í Evrópu og víðar virðast ekki átta sig á því, að það geisar stríð á Gasa þar sem varnarsveitir Ísrael eiga í bardögum við vígasveitir Hamas sem voru búnar að gera 700 kílómetra neðanjarðargöng til að verjast í. Það er ekki um að ræða einhliða árás Ísrael á Gasa.

Aldrei er sagt hvað margir ísraelskir hermenn falla. Ekki heldur hvað margir Hamas liðar falla. Fréttirnar frá Hamas segja bara að konur og börn falli. Fyrir löngu var sýnt fram á að upplýsingar Hamas eru rangar og allir sem deyja af hvaða orsökum sem það er eru sagðir hafa verið drepnir af varnarsveitum Ísrael. Fréttamiðlarnir halda síðan áfram að birta þessar falsfréttir. Þar er íslenska RÚV sínu verst.

Ekki er bent á og aldrei talað um, að Hamas finnst í góðu lagi að fórna sínu eigin fólki, almennum borgurum, í áróðursskyni.

Hamas hefur aldrei leynt þessu en vestrænir fréttamiðlar segja ekki frá því.

Hamas hafa aldrei dulið vilja sinn til að fremja ódæðisverkin sem þeir frömdu 7.október 2023 aftur ef og þegar þeir geta.

Hernaðaráætlun Hamas hefur heldur aldrei verið leyndarmál. Heilagt stríð (jihad) gegn Gyðingum og síðar öðrum Vesturlöndum. Skrýtið að þetta skuli ekki nefnt af sögu- og heilalausa fréttafólkinu eða að Hamas berst ekki bara fyrir að útrýma öllum Gyðingum hvar sem þeir finnast þ.e. fremja þjóðarmorð. Hin „gjörspilltu“ Vesturlönd þurfa líka að fá sitt og vestræn menning og kristin trú verða að víkja.

Stjórnmáladvergarnir í ríkisstjórnum Evrópu hafa sýnt dæmafáan aumingjaskap og vanþekkingu,að láta fréttastofur leika á sig eins og hljóðfæri m.a. með því að viðurkenna Palestínuríki, sem ekki er til, og leggja aðaláherslu á að knýja Ísrael til að leggja einhliða niður vopn og gleyma iðulega að krefjast þess að gíslar Hamas verði leystir úr haldi.

Allt hefur þetta gert erfiðara fyrir að ljúka stríðinu.

Sem betur fer er forseti Bandaríkjanna annarrar gerðar og hefur nú sýnt fram á með friðartillögum sínum til að ljúka stríðinu á Gasa, að hann vinnur að lausnum meðan stjórnmáladvergarnir, dansfífl fáránleikans eins og utanríkisráðherra Íslands, hafa bara skemmt fyrir og stappað stálinu í Hams.

Þeirra skömm og ábyrgð.

Fara efst á síðu