Sjö af hverjum tíu dæmdum hópglæpamönnum eru annað hvort innflytjendur af öðrum uppruna en frá Vesturlöndum eða afkomendur þeirra, samkvæmt nýjum tölum frá Danmörku. Þrátt fyrir dómana, þá eru þeir ekki sviptir ríkisborgararétti og hefur það leitt til krafna um umbætur.
Tölurnar voru teknar saman af ríkissaksóknara og Hagstofunni í Danmörku fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Þær sýna að 72% allra þeirra sem dæmdir hafa verið samkvæmt glæpalögum frá árinu 2018 eru innflytjendur frá öðrum löndum en Vesturlöndum eða afkomendur þeirra.
Samtals voru 215 manns dæmdir fyrir hópglæpastarfsemi á tímabilinu. Af þeim eru 36 innflytjendur frá öðrum löndum en Vesturlöndum, 117 eru afkomendur innflytjenda af öðrum uppruna en Vesturlöndum, 54 eru af dönskum uppruna og upplýsingar vantar um sex.
Þau fjögur lönd sem oftast koma fyrir í tölfræðinni eru Líbanon, Sómalía, Tyrkland og Írak.
Ofurhlutfall
Glæpasérfræðingurinn Lars Højsgaard Andersen telur að þróunin fylgi kunnuglegu mynstri. Hann segir við Berlingske:
„Við sjáum svipað ofurhlutfall um allan hinn vestræna heim. Þetta er ekki bara danskt fyrirbæri.“
Samkvæmt Andersen hafa bæði félagslegar aðstæður og menningarlegur munur þýðingu:
„Jafnvel þótt efnahagslegir þættir séu undanskildir er enn um ofurhlutfall að ræða. Við erum að tala um uppeldi, viðmið og virðingu fyrir lögum og reglu.“
Kröfur um úrbætur
Danski þjóðarflokkurinn krefst þess að Danmörk segi sig frá ríkisborgararéttarsamningum svo að mögulegt verði að taka danska ríkisborgararéttinn af dæmdum glæpamönnum með tvöfalt ríkisfang.
Ríkisstjórnin kýs heldur að „að mæta áskorunum innan frá.“ Á sama tíma kallar Rasmus Stoklund, innflytjendaráðherra, tölurnar „hörmulegar en ekki óvæntar“ og bendir á að það séu „gríðarleg vandamál“ meðal ákveðinna hópa frá Mið-Austurlöndum og afkomenda þeirra.
