Dagur B. Eggertsson kærður til Héraðssaksóknara

Fréttatíminn greinir frá því, að Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi fyrir Samfylkinguna hafi verið kærður til Héraðssaksóknar vegna meintra brota á kosningalögum. Fréttin kemur fram á heimasíðu miðilsins sem birtir afrit af kæru Lúðvíks Lúðvíkssonar.

Í fréttinni segir að kæran sé vegna meintra ummæla Dags B. Eggertssonar á vefnum. Umræðan snérist um Alþingsikosningarnar á laugardag og orðin lét Dagur B. falla á facebooksíðu Baldvins Jónssonar, tengdaföður Bjarna Benediktssonar.

Á síðunni er Magnús Rúnar Kjartansson einn þeirra sem spyr Dag B. Eggertsson:

„Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“

Dagur B. Eggertsson svaraði Magnúsi Rúnari :

,,Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ 

Í kærunni er vísað til þess að með því að strika út frambjóðanda í öðrum flokki en kosið er, sé í raun verið að gera kjörseðilinn ógildan og þar með fellur atkvæðið niður til þess flokks sem viðkomandi ætlaði að kjósa.

Eða eins og segir í kærunni ,, að orðin séu til þess að afvegaleiða kjósendur til þess að eyðileggja kjörseðil sinn.“ 

Kæra til landsstjórnar, móttekin af Héraðssaksóknara


Fara efst á síðu