Covid-skýrslan komin út – Biden gagnrýndur

Aðgerðir Donalds Trumps í heimsfaraldrinum sem gengu undir nafninu „Operation Warp Speed“ heppnuðust vel samkvæmt nýrri opinberri skýrslu Bandaríkjaþings (sjá pdf að neðan). Skýrslan styður einnig það sem áður hefur verið talin samsæriskenning: Að Covid-19 barst út frá kínverskri rannsóknarstofu. Kínverjar neita þeirri skýringu.

Skýrslan segir að veiran hafi lekið frá kínverskri rannsóknarstofu „líklega vegna slyss“ en Kína neitar því alfarið. Segja kínversk stjórnvöld að skýrsluna „skorti trúverðugleika“ og samkvæmt France24, þá ásakar Kína Bandaríkin um að nota skýrsluna „í pólitískum tilgangi.“

Fimm helstu niðurstöður rannsóknarinnar

Skýrslan kemst einnig að þeirri niðurstöðu, að þvingaðar lokanir hafi valdið meira tjóni en þær gerðu gagn varðandi takmörkun á útbreiðslu smits. Ferðatakmarkanir voru taldar til bóta en leiðbeiningar um félagslega fjarlægð voru gagnrýndar. Fjárfestingar til að flýta fyrir þróun, framleiðslu og dreifingu bæði bóluefna og greiningartækja til að berjast gegn Covid-19 voru taldar af hinu góða. Hér eru fimm atriði sem talin eru upp í inngangi skýrslunnar:

  1. Möguleiki á því að Covid-19 hafi borist út vegna slyss á rannsóknarstofu er engin samsæriskenning.
  2. Skattfé Bandaríkjamanna má aldrei framar nota til að styrkja EcoHealth Alliance og Dr. Peter Daszak.
  3. Vísindaleg skilaboð verða að vera skýr og hnitmiðuð, studd með sönnunargögnum frá virtum aðilum – læknum sem vinna að hjúkrun sjúklinga.
  4. Heilbrigðisstarfsmenn verða að vinna að því að eindurheimta traust Bandaríkjamanna sem vilja verða upplýstir en ekki innrættir.
  5. Fyrrum ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, tók þátt í læknisfræðilegri vanrækslu og faldi opinberlega heildartölur dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í New York.

Nokkur viðbótaratriði

  1. Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna fjármagnaði rannsóknir á viðbótarvirkni veirunnar við veirufræðistofnunina í Wuhan.
  2. Kínversk stjórnvöld, stofnanir innan bandaríska stjórnarkerfisins og sumir aðilar hins alþjóðlega vísindasamfélags reyndu að fela staðreyndir um uppruna heimsfaraldursins.
  3. „Operation Warp Speed“ ​​​​var mjög framgangsrík og fyrirmynd sem byggja má á til framtíðar.
  4. Viðbrögð við Covid-19 heimsfaraldrinum einkenndust af miklum svikum, sóun og misnotkun.
  5. Lokanir skóla í heimsfaraldrinum mun hafa varanleg áhrif á kynslóðir barna í Bandaríkjunum.
  6. Neyðarástand réttlætir ekki sniðgöngu fram hjá stjórnarskránni og takmarkanir á frelsi skapa vantraust á lýðheilsunni.
  7. Lækningin má ekki valda meiri skaða en sjúkdómurinn eins og strangar og of víðtækar lokanir sem leiða til fyrirsjáanlegrar angistar og óhjákvæmilegum afleiðingum.

Í skýrslunni er líka hægt að lesa að Joe Biden og stjórn hans hafi lofað árangri um fram getu bóluefnanna:

„Biden-stjórnin lofaði árangri bóluefna um fram getu þeirra. Biden forseti ýkti sjálfu getu bóluefnisins til að koma í veg fyrir sýkingu og útbreiðslu sýkingar. Þessar rangfærslur áttu líklega þátt í ruglingi Bandaríkjamanna varðandi Covid-19 bóluefnin og skaðaði tiltrú almennings á bóluefninu.“

Fara efst á síðu