CNN breiðir út núna þá samsæriskenningu, sem vinstri menn taka á lofti, að Trump forseti muni aflýsa komandi kosningum.
Í mörg ár á meðan Repúblikanar voru í stjórnarandstöðu, þá ásökuðu CNN og aðrir megin fjölmiðlar fólk á hægri vængnum um að búa til og breiða út samsæriskenningar. Til dæmis eins og um fartölvu Hunter Bidens, andlega veikleika Bidens og þess háttar sem að lokum reyndist allt vera satt og rétt.
Núna þegar Demókratar eru í stjórnarandstöðu, þá hugsar CNN ekkert um annað en að breiða út falskenningar sem þeir telja að gætu hugsanlega skaðað Trump pólitískt.
Hér er eitt dæmi um slíka frétt frá CNN:
Þegar Donald Trump forseti settist niður með Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í síðasta mánuði var umræðuefnið hið mikilvæga mál að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. En á einum tímapunkti fór Trump að beina athygli sinni að innanríkismálum.
Zelensky benti á að í hans landi heimiluðu lög ekki kosningar á tímum herlaga. Trump svaraði:
„Þannig að þú segir að á meðan stríð stendur yfir, þá megi ekki halda kosningar. Svo leyfið mér bara að segja, eftir þrjú og hálft ár – þannig að þú meinar, ef við lendum í stríði við einhvern, verða þá engar fleiri kosningar? Ó, hvað það er gott.“
Hlátur fylgdi í kjölfarið og Trump velti því upphátt fyrir sér hvað falsfréttamiðlar myndi gera úr þessari athugasemd hans.
Demókratar geta ekki hlegið lengur, brosið er frosið á vörum þeirra. Margir þeirra halda því fram að Trump muni reyna að aflýsa eða ná yfirhöndinni yfir kosningunum til að viðhalda völdunum. Sumum gæti fundist það fáránlegt en Trump hefur aldrei sagt berum orðum að hann ætli að aflýsa kosningum. Hann sagði í síðasta mánuði að hann myndi „sennilega ekki“ bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins, sem stjórnarskráin bannar hvort eð er.
Þessi móðursýki er bara enn ein birtingarmynd sem lýsir ringulreiði og ruglingi Demókrata gagnvart Trump og einstefnu þeirra að sjá ekkert annað í kíkirnum. Þeir hafa eytt fjórum árum í að elta þá kenningu að „Trump sé tilvistarhætta fyrir lýðræðið.“ Það eina sem komið hefur í ljós er að rugl þeirra gagnvart Trump er tilvistarhætta fyrir Demókrataflokkinn sjálfan. Þeir hafa algjörlega gefist upp á því að stjórna, eins og Newsom, fylkisstjóri Kaliforníu, sýndi skýrt í skógareldunum í byrjun ársins. Pritzker, fylkisstjóri Illinois, yppti öxlum yfir ofbeldinu í Chicago í þessari viku og veltir því fyrir sér hvers vegna það ætti að koma sér illa fyrir nokkurn mann að borgir séu yfirfullar af glæpum og ofbeldi.
Demókratar virðast þegar vera að leita að afsökunum fyrir tapi á miðkjörtímabilinu 2026 og/eða kosningunum 2028. Mistökin sem þeir gera eru alltaf öðrum að kenna. Það verður að vera einhver utanaðkomandi kraftur sem vinnur gegn þeim í stórfenglegu samsæri. Rússa-samráðsblekkingin er hið fullkomna dæmi.