Călin Georgescu BANNAÐ að fara í forsetaframboð – fólk streymir út á götur Búkarest til að mótmæla – valdarán að hætti Sovét

Svo virðist sem Evrópusambandið ætli að láta á það reyna í Rúmeníu að hægt sé einfaldlega að banna lýðræðisleg framboð í kosningum ef frambjóðandinn er ekki að skapi ESB. Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, segir að framið sé valdarán að hætti gömlu Sovétríkjanna. Á sunnudaginn (í gær) tilkynntu kosningayfirvöld í Rúmeníu að ættjarðarvinurinn og íhaldsmaðurinn Călin Georgescu er bannað að bjóða sig fram í endurnýjuðum forsetakosningum í maí. Ákvörðunin kemur í kjölfar skyndilegrar ákvörðunar um að lýsa fyrri umferð kosninganna í desember ógildar en Georgescu sigraði í þeirri umferð. Síðan hafa yfirvöld handtekið hann úti á götu og verið er að rannsaka alls konar ímynduð afbrot meðal annars „hatursglæp með því að dreifa fasisma og rasisma.“ Bann yfirvalda á framboði hans leysti út gríðarleg mótmæli í Búkarest í gær eins og sjá má á myndskeiðum á samfélagsmiðlum og hér að neðan.

Í skrifandi stundu er ekki vitað um hvernig ástandið í höfuðborginni er en ljóst er að fólk er mjög reitt yfirvöldum og ESB fyrir valdaránið gegn lýðræðinu. Þann 24. nóvember í fyrra varð ljóst að Călin Georgescu hafði sigrað fyrstu umferð forsetakosninganna í Rúmeníu með um 23% atkvæða. Elena Lasconi varð í öðru sæti með rúmlega 19 prósent og komust þau tvö áfram í seinni umferð kosninganna. Yfir 30.000 Rúmenar náðu að kjósa fyrirfram í seinni umferð kosninganna áður en stjórnlagadómstóllinn í Búkarest tilkynnti skyndilega að fyrri umferðin hefði verið dæmd ógild. Vísaði dómstóllinn til „sanngirnis og réttaröryggis í kosningaferlinu.“

Sagður vinna með Rússum til að ná áhrifum á TikTok

Samkvæmt dómstólnum á ESB- og Nató gagnrýnandinn, forsetaframbjóðandinn Călin Georgescu, að hafa fengið grunsamlega mikil áhrif á TikTok. Vangaveltur eru um hvort Georgescu, sem er sakaður um að vera hægri öfgamaður, fasisti og hliðhollur Rússum, hafi fengið meinta aðstoð Rússa til að veiða atkvæði á TikTok. Með hliðsjón af þessu hefur dómstóllinn úrskurðað að forsetakosningarnar í Rúmeníu verði endurteknar frá byrjun. Í aðdraganda forsetakosninganna sem hefjast 4. maí á þessu ári handtók lögreglan Georgescu nýlega úti á götu, þegar Georgescu var á leið til að skrá framboð sitt í nýju kosningunum. Yfirvöld hafa gert rassíu á fjölskyldu hans, ættingja og pólitíska samherja.

Valdarán að hætti kommúnista

Georgescu hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér og heldur því fram, að yfirvöld séu að búa til „sönnunargögn“ til að koma í veg fyrir framboð hans í nýju kosningunum. Hann líkir aðgerðum yfirvalda við aðferðir kommúnismans.

Georgescu mælist með mest fylgi í skoðanakönnunum. Samkvæmt Reuters er Georgescu vinsælasti forsetaframbjóðandinn fyrir kosningarnar. The Times greindi einnig frá því nýlega, að Georgescu væri í forystu í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar í maí. Nýlega voru haldin gríðarlega fjölmenn mótmæli til stuðnings Georgescu á götum Búkarest.

ESB orðin einræðisstjórn

Kjörstjórnin hefur nú tilkynnt þá ákvörðun að „hafna skráningu óháðs framboðs“ Georgescu, án þess að rökstyðja neitt sem réttlætir ákvörðunina. Búist er við að Georgescu kæri ákvörðun yfirvalda um að útiloka hann frá kosningunum. Hann hefur tjáð sig um bannið á X:

„Þetta er bein árás á hjarta lýðræðisins í öllum heiminum! Ég kem með síðustu skilaboð! Ef lýðræðið fellur í Rúmeníu, fellur allt lýðræðið í heiminum! Þetta er bara byrjunin. Svo einfalt er það! Evrópusambandið er orðið einræði núna. Rúmenía lifir undir harðstjórn!“

Mótmæli á götum úti

Rúmenar hafa safnast saman á götum úti til að mótmæla ákvörðuninni um að banna Georgescu að fara í framboð. Rúmenska lögreglan segir að almenningur hafi brotist í gegnum hindranir til að fara inn í húsnæði kosningayfirvalda.

Salvini: Valdarán ESB í sovéskum anda

Aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, hefur tjáð sig um framboðsbannið og segir það vera „valdarán ESB í anda Sovét og alvarlegan lýðræðislegan þjófnað.“

„Fyrst ógilda þeir kosningarnar á meðan enn átti eftir að kjósa af því að það leit út fyrir að hann ynni – síðan handtaka þeir hann og svo banna þeir honum að bjóða sig fram af ótta við að hann vinni kosningarnar.“

Fara efst á síðu