Búlgaría hefur samþykkt lög sem ætlað er að vernda börn gegn áróðri af hálfu LGBTQ samtaka. ESB reynir að gera allt til að stöðva lögin.
Áður hafði Ungverjaland sett lög sem vernda ungversk börn gegn LGBTQ áróðri. ESB beitir fjárkúgun í tilraun til að fá ríkisstjórn Ungverjalands til að skipta um skoðun. Rússland og Georgía hafa einnig svipaða löggjöf. Búlgaría fer núna sömu leið og bannar LGBTQ áróður gegn börnum, segir í frétt Politico.
Breiður stuðningur flokka
Lög Búlgaríu banna áróður, málflutning og hvatningu LGBTQ hugmynda og skoðana í skólum. Tillagan var borin upp af flokknum Endurfæðing „Vazrazhdane“ og meirihluti þings studdi tillöguna. Vazrazhdane hefur gagnrýnt stjórnarflokkinn Gerb fyrir að vera glóbalískur og ESB-sinnaðan en í þessu máli var um sameiginlega afstöðu að ræða. Kostadin Kostadinov, flokksleiðtogi Vazrazhdane, er mjög jákvæður í garð tillögunnar og hann segir LGBTQ áróður ekki eiga heima í Búlgaríu.
ESB reynir að stöðva lögin
ESB er almennt mjög fljótt að taka á þeim aðildarríkjum sem hafa sjálfstæða stefnu í LGBTQ-málum og hefur þegar stigið fyrstu skref gegn Búlgaríu. Helena Dalli jafnréttismálastjóri ESB, hefur þegar sent stjórnvöldum í Búlgaríu bréf með spurningum um lögin. Ýmis mannréttindasamtök eru einnig virk í málinu og reyna að þrýsta á ESB að bregðast við.