BRICS: Full ferð í átt að nýrri heimsskipan

BRICS-þingið er nýafstaðið í Kazan, Rússlandi. Um 20 þúsund þátttakendur frá meira en 30 löndum sóttu þriggja daga þing BRICS. Athygli vakti heimsókn Antónío Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem bugaði sig fyrir Pútín, forseta Rússlands. Alls eru nú 36 lönd sem hafa lýst áhuga að vera með í þessu samstarfi og Pútín sást veifa peningaseðli sem var táknrænt fyrir hugmynd um nýjan gjaldmiðil í viðskiptum þessara fjölmennustu ríkja heims.

Þótt vestrænir fjölmiðlar reyni að þegja þessa þróun í hel og reyna að koma í veg fyrir, að nokkur vestræn hræða fái fréttir frá Rússlandi, þá verður að segjast, að þessi BRICS ráðstefna er ekkert annað en stórsigur fyrir stefnu Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku til að styrkja viðskipta- og menningarbönd sín á milli. Enn er of snemmt að tala um „samtök“ eins og miðstýrt ESB eða ýmis vafasöm alþjóðasamtök eins og WEF, SÞ og WHO. Hér er viðleitni til aukins samstarfs ekki síst eftir árásir Bandaríkjamanna á Nord-Stream gasleiðslurnar frá Rússlandi til Evrópu, Úkraínustríð Bandaríkjanna og Nató gegn Rússlandi og einelti og útilokanir hins Vestræna heims gegn Rússlandi og vinum Rússlands.

Stríðsæsingurinn er svo yfirgengilegur í sumum löndum Evrópu eins og til dæmis Svíþjóð, þar sem varnarmálaráðherra Svíþjóðar ræðst á Trump fyrir að vilja frið í Úkraínu. Brjálæðingarnir í sænsku ríkisstjórninni verða ekki ánægðir fyrr en Svíþjóð er komið í beint stríð við Rússland og hægt að slátra Svíum á sama hátt og fólki í Úkraínu.

Miðað við þennan ofstopa og fantabrögð vestrænna stjórnvalda sem tekið hafa Evrópu í gíslingu undir yfirskini „rússneska óvinarins“ er ósköp eðlilegt, að BRICS eflist og fleiri ríki sæki þangað, þar sem hagvöxtur er mestur á plánetunni eins og í Indlandi og Asíu.

Framgangur BRICS gæti þýtt að Vesturlönd einangrist og dollarinn veikist

BRICS sýnir að vestrænum stjórnmálaleiðtogum hefur gjörsamlega mistekist að „einangra Rússland“ og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi hafa mest bitnað á eigin íbúum Vesturlanda, aðallega aðildarríkja ESB til dæmis Þýskalandi.

Pútín sagði að BRICS-löndin væru að þróa eigið peningakerfi til að greiða og taka á móti greiðslum:

„Það er hluti af samstarfi okkar við BRICS-löndin, að við tökum við þátt í að búa til okkar eigin greiðsluuppsetningu sem mun skapa skilyrði til að stjórna öllum utanríkisviðskiptum á skilvirkan og óháðan hátt.“

Þróun þessa kerfis og það afl sem það gefur er veruleg áskorun á yfirburði dollars sem alheimsgjaldmiðils í viðskiptum. Eflast BRICS-ríkin sem nú telja yfir 30, þá munu Vesturlönd að sama skapi dragast aftur úr og jafnvel einangrast. Þannig þróast málin, þegar annar póllinn sér ekkert nema stríð á sjóndeildarhringnum sem leið til að þvinga til sín auð, auðlindir og völd.

Putín sagði á viðskiptaráðstefnu í Moskvu skömmu fyrir Brics-þingið:

„Löndin í félagsskap okkar eru í meginatriðum drifkrafturinn að baki hagvaxtar í heiminum. BRICS mun í fyrirsjáanlegri framtíð skila mestu aukningu á heimsframleiðslunni.“

Meira um samþykktir og ályktanir BRICS-þingsins síðar. Hér að neðan er mynd af 35 þjóðarleiðtogum sem vilja ganga með og efla samstarfið. Nöfn landanna er fyrir neðan.

🇮🇳 Indland
🇨🇳 Kína
🇷🇺 Rússland
🇧🇷 Brasilía
🇪🇬 Egyptaland
🇪🇹 Eþíópía
🇮🇷 Íran
🇸🇦 Sádi-Arabía
🇿🇦 Suður-Afríka
🇦🇪 UAE
🇦🇲 Armenía
🇦🇿 Aserbaídsjan
🇧🇭 Barein
🇧🇩 Bangladesh
🇧🇾 Hvíta-Rússland
🇧🇴 Bólivía
🇨🇬 Kongó
🇨🇺 Kúba
🇮🇩 Indónesía
🇰🇿 Kasakstan
🇰🇬 Kirgisistan
🇱🇦 Laos
🇲🇾 Malasía
🇲🇷 Máritanía
🇲🇳 Mongólía
🇳🇮 Níkaragva
🇷🇸 Serbía
🇱🇰 Srí Lanka
🇹🇯 Tadsjikistan
🇹🇭 Tæland
🇹🇷 Tyrkland
🇺🇿 Úsbekistan
🇻🇪 Venesúela
🇻🇳 Víetnam
🇹🇲 Túrkmenistan
🇵🇸 Palestína

Fara efst á síðu