Bretland hefur algjörlega farið út af sporinu og er orðið að einhvers konar lúmsku einræði í stíl Orwells, að sögn lögreglumanns í viðtali hjá bresku útvarpsstöðinni LBC (sjá að neðan).
Lögreglumaðurinn Daniel hringdi inn á bresku útvarpsstöðina LBC og líkir tímabili nýs forsætisráðherra landsins, Keir Starmer, við orwellskt einræði. Er það vegna árása nýju ríkisstjórnarinnar á tjáningarfrelsið.
Fólk hefur verið stimplað sem hægri öfgamenn og handtekið fyrir að birta „rangar upplýsingar“ á netinu. Daniel sagði:
„Við höfum séð milljarða eftir milljarða punda af skattfé okkar verið greitt í loftslagsaðstoð til annarra landa. Þeir ætla að gefa 11,6 milljarða punda af peningum skattgreiðenda okkar til landa eins og Malasíu… en á sama tíma munu viðkvæmustu lífeyrisþegar okkar hugsanlega krókna í hel í vetur.“
„Þetta er ógeðslegt!“
Daniel starfaði sem lögreglumaður í óeirðunum í Englandi árið 2011. Hann segir ennfremur um viðbrögð breska forsætisráðherrans við óeirðunum í Bretlandi í sumar.:
„Viðbrögð hans (Keir Starmers) eru ögrandi, sundrandi, einræðisleg og einfaldlega röng. Hann ætti að sameina landið, ekki sundra okkur.“
Sjá myndskeið með innhringingu lögreglumannsins Daniels: