Bretland lækkar kjör ellilífeyrisþega

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá hörku sem hann hefur sýnt gagnvart innflytjendamótmælunum. Núna fær hann ellilífeyrisþega landsins á móti sér, þar sem hann afturkallar stuðning til húshitunar sem ellilífeyrisþegar hafa haft.

Vinsældir Keir Starmers, forsætisráðherra Bretlands, minnka. Sérstaklega hafa viðbrögð hans við hinum víðtæku mótmælum gegn innflytjendastefnu yfirvalda vakið andúð almennings. Hann sýnir mótmælendum enga samúð og herðir þess í stað haturslöggjöf sem gerir yfirvöldum kleift að handtaka stjórnarandstæðinga.

Aldraðir kaupa brauð. Mynd: Envato

Daily Mail greinir frá því að Keith Starmer felli niður styrki til ellilífeyrisþega til upphitunar á heimilum sínum.

Um er að ræða 10 milljónir lífeyrisþega sem verða fyrir breytingunni. Áður voru styrkir til húshitunar veittir öllum lífeyrisþegum. Stjórnmálakonan Laura Trott hjá Íhaldsflokknum segir eftirfarandi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar:

„Staðhæfing ríkisstjórnarinnar um að þeir styðji lífeyrisþega er fáránleg. Það eina sem þeir styðja er fátækt meðal lífeyrisþega.“

Fara efst á síðu