
Íris Erlingsdóttir skrifar um íslamska hryðjuverkamannin Hashem Abedi sem afplánar lífstíðardóm fyrir 22 morð í sprengjuárásinni í Manchester Arena.
Hann er alvarleg ógn einnig innan fangelsins, þar sem hann réðst á fangaverði með sjóðandi olíu og heimatilbúnum vopnum nýlega.
Einn íslömsku hryðjuverkamannanna að baki sprengjuárásarinnar í Manchester Arena árið 2017 á tónleikum Ariana Grande, þar sem 22 létu lífið og hundruð særðust alvarlega, er sagður hafa ráðist á þrjá fangaverði með vopnum og sjóðandi matarolíu.
Tveir fangavarðanna hlutu lífshættulega áverka eftir að Hashem Abedi réðist á þá í HMP Frankland í Durham í gær. Málið gefur tilefni til spurninga um öryggisráðstafanir í breskum fangelsum. Abedi afplánar lífstíðardóm fyrir 22 morð í sprengjuárásinni í Manchester Arena.
Fangelsisverðirnir hlutu alvarleg brunasár og stungusár þegar Abedi kastaði heitri matarolíu yfir þá áður en hann stakk þá með heimatilbúnum vopnum að sögn stéttarfélags fangavarða. Einn varðanna var stunginn í andlit og háls og varð að flytja hann með þyrlu á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Middlesbrough.
Að sögn fangelsisyfirvalda hefur Abedi verið vistaður í einangrunareiningu í Frankland fangelsinu, sem er ætluð föngum sem skapa sérstaka hættu fyrir starfsfólk og aðra fanga.
Árið 2020 var Abedi, bróðir Manchester-sprengjumannsins Salman Abedi, dæmdur í þriggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir „grimmilega árás“ á fangavörð í háöryggiseiningu Belmarsh-fangelsisins í maí 2020.
Árásin á laugardag kemur í kjölfar fregna af því að fangaverðir í Frankland hafi komið viðkvæmum föngum fyrir í einangrunareiningum sem ætlaðar eru há-áhættuföngum til að halda þeim aðskildum frá íslamískum öfgamönnum í viðleitni til að viðhalda reglu og aga. Svo virðist sem fangelsisyfirvöld hafi ekki tekið með í reikninginn að íslamskir öfgamenn eru há-áhættufangar.