Andrew Fox, fyrrverandi breskur yfirmaður og sérfræðingur í stríðsáróðri, skoðar nokkrar af umdeildustu fullyrðingum um stríðið gegn Ísrael sem hryðjuverkasveitir Hamas í Gaza hófu. Hann athugar yfirdrifnar taptölur frá Hamas til ásakana um þjóðarmorð. Fox tekur á þessu og útskýrir hvernig fölsuðum upplýsingum er dreift á stríðstímum (sjá YouTube neðar á síðunni).
Andrew Fox var í breska hernum 2005 – 2021 og sinnti þremur verkefnum í Afganistan, þar af einu með sérsveitum bandaríska hersins. Hann var í fallhlífahersveitinni og stuðningshópi sérsveita og fór meðal annars í ferðir til Bosníu, Miðausturlanda og Norður-Írlands. Eftir virka þjónustu vann hann í þrjú ár sem dósent í stríðs- og atferlisfræði við Royal Military Academy Sandhurst. Andrew er sérfræðingur í varnarmálum, Miðausturlöndum og falsáróðri. Hann hefur menntun í lögfræði og stjórnmálafræði, nútíma stríðsfræðum og sálfræði.
Allt að sex þúsund dauðsföll af eðlilegum orsökum
Fox segir í viðtali við Visegrad 24 og sýnir með ýmsum dæmum:
„Það sem við komumst að, þegar við skoðuðum tölurnar frá Hamas, er að átt hefur verið við tölfræðina og það vekur áhyggjur.“
„Við getum fundið dæmi um fólk sem sagt er ísraelski herinn hafi drepið sem fór til Ísrael til að fá meðferð við krabbameini. Við fundum fólk sem lést á árunum 2014 og 2022. Við fundum einnig raunverulegar tilraunir að lækka aldur látinna úr 18 árum í 17 ár til að hægt væri að flokka viðkomandi sem börn.“
Fox greinir frá því að niðurstaðan eftir að hafa farið nákvæmlega gegnum tölfræðina sé, að hún sé óáreiðanleg. Hann segir seinna í viðtalinu: „Allt að sex þúsund dauðsfalla kunna að hafa verið af náttúrulegum orsökum.“
Ekkert þjóðarmorð
Þegar hann er spurður, hvort Ísrael sé að fremja þjóðarmorð sem er algeng ásökun vinstri manna, svarar Fox:
„Nei, alls ekki. Og það eru margar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi eru um tveimur tonnum skotfæra eytt fyrir hvern óbreyttan borgara sem hefur dáið. Það sýnir að annað hvort er Ísraelsher að fremja þjóðarmorð með minnstu nákvæmni í sögunni eða að þeir miða vandlega á lögmæt og hlutfallsleg skotmörk. Aðalástæðan er sú að þar sem Ísraelsher berst eru engir eða fáir óbreyttir borgarar enda hefur herinn áður varað við og flutt íbúa á brott.“
Fox gagnrýnir þá sem birta myndir af óbreyttum borgurum sem eru fluttir frá svæðunum og segja mannúðarlegt stórslys samtímis sem fullyrt er að óbreyttir borgarar séu drepnir í þjóðarmorði.
Eigin upplýsingar Hamas
Andrew Fox fékk gögnin frá heilbrigðisráðuneytinu á Gaza sem eru undir stjórn hryðjuverkasveita Hamas og fjölmiðladeild Hamas. Aðrar upplýsingar voru fengnar á samfélagsmiðlum frá Hamas og öðrum á Gaza. Fox segir Hamas reyna að gera lítið úr fjölda fallinna vígamanna og bæta við dauðsföll óbreyttra borgara. Hann heldur áfram:
„Við fundum fólk sem opinberlega er viðurkennt að hafi verið myrt af Hamas en er samt á lista yfir þá sem Ísraelar eru sagðir hafa drepið.“
Í viðtalinu er einnig farið yfir fjölmiðlaviðburði eins og atvikið á Al-Ahli sjúkrahúsinu. Allur heimurinn tók Hamas á orðinu og sakaði Ísrael beinlínis um að sprengja sjúkrahúsið en síðar kom í ljós að það var eldflaug frá Gaza sem var orsökin. Fox ræðir einnig, hvernig Hamas gerir lista yfir hina látnu sem eru ófullkomnir, breytir þeim, númerum, röð og fleira:
„Þetta gerir samanburð á listunum mjög erfiðan.“
Íbúar Gaza líklega fleiri núna en þegar stríðið hófst
Fox segir einnig að íbúum Gaza hafi líklega fjölgað í heildina síðan stríðið hófst 7. október 2023.
„Við höfum séð skýrslur um að það séu yfir 5.000 fæðingar á mánuði, sem þýðir að um 60.000 börn hafa fæðst á Gaza frá því stríðið hófst. Það er meira en jafnvel Hamas fullyrðir að hafi látið lífið í stríðinu.“
Sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan: