Breski þjóðfáninn bannaður í Birmingham

Borgaryfirvöld í Birmingham, næststærstu borg Bretlands, telja það vera öryggisáhættu að flagga þjóðfánanum.

Borgarstjórn Birmingham í Bretlandi hefur fyrirskipað að breski þjóðfáninn og St. George fáninn––sem er fáni Englands og táknar Sankti Georg, verndardýrling Englands; rauði krossinn á hvítum fleti fánans táknar krossfestingu Jesú Krists––verði fjarlægðir af ljósastaurum borgarinnar.

Borgarstjórnin studdi ákvörðun sína um að fjarlægja fánana á þeirri forsendu að hann stofni lífi gangandi vegfarenda og ökumanna „í hættu“ þrátt fyrir að vera allt að 25 fetum frá jörðu niðri! Óþarfi er að taka fram að ráðið beitir öðrum staðli varðandi palestínska fánann, sem er flaggað víðsvegar um alla borgina. Þessi fáni er væntanlega ekki hættulegur fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur.

Í skilaboðum milli einstakra meðlima borgarstjórnarinnar, sem lekið var í fjölmiðla, kom í ljós að stjórnin hafði áhyggjur af því að fjarlægja palestínska fána án aðstoðar löggæslu. „Við erum að taka þessa fána niður, en við þurfum stuðning lögreglunnar vegna vandamála sem komu upp þegar við reyndum fyrst að taka þá niður,“ segir í Daily Mail.

Lord Mayor of Birmingham, Councillor Zafar Iqbal

Borgarstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fjarlægja breska fána skjótt á meðan palestínskir fánar halda áfram að blakta á ljósastaurum á svæðum eins og í Sparkhill, þar sem um 80 prósent íbúa eru múslimar.

https://www.gbnews.com/news/birmingham-council-flag-row-palestine-flags-police-union-jack-st-george

https://www.ibtimes.co.uk/this-country-has-no-backbone-fury-council-removes-union-jack-flags-while-palestinian-flags-1741245

Íris Erlingsdóttir er fjölmiðlafræðingur

Fara efst á síðu