Breska ríkisstjórnin auglýsti eftir starfsmanni sjaríadómstóls

Auglýsing um stöðu starfsmanns sjaría-dómstóls á vefsíðu bresku ríkisstjórnarinnar vekur mikil viðbrögð í Bretlandi.

Fyrir tæpri viku var umdeild atvinnuauglýsing birt á þjónustusíðunni „Finndu starf“ á vefsíðu atvinnumálaráðuneytisins.

Sjaríaráðið í Manchester leitaði að starfsmanni til að starfa hjá sjaríadómstólnum. leitað var að starfsmanni sem kynni reiprennandi ensku, hefði menntun eða gráðu í sjaríalögum og með fyrri reynslu til dæmis frá múslímskum löndum. Árslaunin voru um 3,9 milljónir íslenskar krónur.

Nigel Farage: „Verið að eyðileggja landið okkar“

Auglýsingin hefur vakið sterk viðbrögð og margir hafa tjáð tilfinningar sínar á samfélagsmiðlum. Einn þeirra er Nigel Farage, flokksleiðtogi Umbótaflokks Bretlands. Hann skrifar á X að verið sé að „eyðileggja landið okkar og gildi þess.“

Tommy Robinson hinn þekkti aðgerðasinni gegn hömlulausum fólksinnflutningi svarar færslu Nigels Farage með kaldhæðni og skrifar:

„Vertu nú ekki íslamófóbískur Nigel.“

Íhaldsþingmaðurinn Peter Bedford bregst einnig við, eins og fyrrverandi flokksfélagi hans Rupert Lowe. Lowe kýs þó að ávarpa ríkisstjórnina beint og í bréfi segir hann að atvinnuauglýsingin „mæli með og auðveldi uppbyggingu hliðar-réttarfarskerfis í Bretlandi.“

Auglýsingin var fjarlægð

Daily Mail greinir frá því að talsmaður breska atvinnu- og félagsmálaráðuneytisins hafi sagt að atvinnuauglýsingin komi frá utanaðkomandi aðila. Það er því ekki breska ríkisstjórnin sem er að leita að sjaría starfsmanni segir hann.

En það virkar ekki á gagnrýnendur sem segja að sjaríalög eigi ekkert erindi í Bretlandi né yfirleitt á Vesturlöndum og ríkisstjórnin eigi ekki að kynda undir slíkt. Þeir múslímar sem vilja dæma í samræmi við trúarreglur sínar geta snúið aftur til heimalanda sinna.

Bretland er orðið að höfuðstöðvum sjaría-dómstóla á Vesturlöndum. Múslímar frá öðrum löndum geta leitað til eins af tugum dómstóla þar til að fá mál sín dæmd í þessu hliðarkerfi laganna.

Breska ríkisstjórnin lét fjarlægja auglýsinguna af heimasíðu atvinnumálaráðuneytisins í gær.

Fara efst á síðu