Breska lögreglan í skítverkum vók-fasistastjórnar Starmers

Gerði atlögu að eldri krabbameinsveikri konu fyrir skoðanir á samfélagsmiðlum

Kannski hafa Samtökin 78 kúgunaraðferðir Starmers að fyrirmynd sinni en í Bretlandi nægir greinilega að kæra fólk á netinu ef maður verður móðgaður út í einhvern. Alvarlega veik eldri kona í Bretlandi fékk nýlega heimsókn af lögreglunni vegna skrifa á Facebook. Atlaga lögreglunnar hefur vakið óhug og gríðarlega gagnrýni og sýnir vaxandi fasískt stafrænt eftirlit yfirvalda á skoðunum fólks. (Myndskeið frá heimsókn lögreglunnar neðar á síðunni.)

Lögreglan bankaði nýlega upp á hjá Deborah Anderson, bandarískri konu sem býr í Bretlandi og er í krabbameinsmeðferð, eftir að nafnlaus manneskja tilkynnti eina af færslum hennar á Facebook. Lögreglan krafðist þess að hún byðist afsökunar – annars gæti hún átt á hættu að vera kölluð inn á lögreglustöð í formlega yfirheyrslu.

Anderson neitaði að verða við kröfunni og lagði áherslu á að hún hefði ekki brotið nein lög. Hún spurði einnig hvernig lögreglan forgangsraðaði úrræðum sínum að vera að banka upp á hjá henni vegna skoðana, þegar margir alvarlegir glæpir bíða úrlausnar.

Fasísk árás á málfrelsið

Málið hefur vakið mikla athygli í breskum fjölmiðlum og vakið hörð viðbrögð. Samtökin Free Speech Union og margir stjórnmálamenn hafa kallað aðgerðir lögreglunnar óhóflegar og beina ógn við tjáningarfrelsið.

LBC lýsir atvikinu sem dæmi um „alræðisárás á tjáningarfrelsið“ og á samfélagsmiðlum hafa margir brugðist illa við því að alvarlega veik kona skuli þurfa að sæta yfirheyrslum lögreglu vegna skoðana sinna.

Það sem helst vekur athygli er að lögreglan gat ekki einu sinni tilgreint nákvæmlega hvaða færsla hennar hefði brotið gegn lögum eða hvaða greinar var vísað til. Í staðinn var vitnað í einhvern nafnlausan kærande sem sagðist finna fyrir ótta og vera í uppnámi. Það er hættuleg staða, þegar mörk tjáningarfrelsisins eru svo óskýr að hægt er að brjóta gegn mannréttindum einstaklinga með því að vísa í nafnlaust slúður og tilkynningar til lögreglunnar.

Yfirvöld vilja skapa ótta og meðfylgni við ritskoðun

Stefna yfirvalda er skýr. Með því að senda lögregluna heim til fólks jafnvel þótt ekkert brot hafi verið framið, þá er verið að hóta með málaferlum, sektum og fangelsi. Yfirvöld eru með þessu að skapa ótta hjá almenningi og sjálfsritskoðun til að fólk hætti að tjá hugsanir sínar og skoðanir á samfélagsmiðlum. Verið er að undirbúa samfélag að hætti kínverskra kommúnista, þar sem vakað er yfir sérhverjum meðborgara og fólki skipt upp í góða fólkið sem fylgir flokkslínu kommúnistaflokksins og hina sem ekki eiga að njóta sömu réttinda og góða fólkið.

Aðgerðir bresku lögreglunnar sýna greinilega að baráttan fyrir tjáningarfrelsi er komið inn í stofur almennings. Fyrst hægt er að eltast við alvarlega veika konu til að þvinga hana til að biðjast afsökunar á skoðunum sínum gagnvart ónafngreindum aðila, þá er hægt að fara gegn hverjum sem er.

Íslendingar hafa fulla ástæðu til að líta alvarlegum augum á þessa þróun. Samtökin 78 eru eins og ríki í ríkinu og hafa vélað fram hugmyndafræði transismans með haturslögum og njósna og ofsækja einstaklinga sem ekki eru á sama máli og hugmyndfræðingar transismans. Reynt er að skapa fordæmi til að hræða fólk og halda almenningi í hræðslu við að tjá skoðanir sínar. Einungis ein skoðun ríkir sem S78 hefur samþykkt. Íslenska ríkisstjórnin er eins og rassvasaútgáfa af þeirri bresku og hafa sýnt að þau hika ekki við að traðka á réttindum annarra eins og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Einstakir ráðherrar segja hreint út að ákveðin umræða í samfélaginu passi ekki inn í nútímann.

Fara efst á síðu