Bréfin hennar Kamölu…..

Eitthvað virðist forsetaframbjóðandi Demókrata fátæk orðin og farin að örvænta um fylgið, því hún handskrifaði bréf til sín með undirskriftinni „Tucker frá Alabama” og birti á X í vikunni. Tístið var bara hægt að skilja þannig, að umræddur Tucker væri hinn frægi Tucker Carlson sem hefði sent Kamala bréf til þess að lýsa opinberlega yfir „stuðningi við byssueftirlit Hvíta hússins.”

Hér er textinn:

„Harris varaforseti,

Eitt af uppáhaldsmálum mínum í Ameríku er, hvernig fólk með mismunandi bakgrunn og trúarskoðanir getur frjálst átt samskipti sín á milli. Við erum svo lánsöm að búa í landi, þar sem stærsti gjaldmiðillinn þýðir frjáls hugmyndaskipti. Í Ameríku höfum við blessunarlega þann möguleika að geta sameinast á sameiginlegum grunni.

Í anda þess að stuðla að sameiginlegum grunni, jafnvel þó að ég sé frekar íhaldssamur og við kunnum að vera ósammála, þá skrifa ég þér til að lýsa yfir þakklæti mínu fyrir viðleitni ykkar Biden forseta til að koma á skynsömum lögum varðandi vopnaöryggi. Að eiga skotvopn er stjórnarskrárbundinn réttur allra Bandaríkjamanna. Eins og allt annað, þá þurfa að vera sanngjörn lög um aldurstakmarkanir, eftirlit með bakgrunni viðkomandi og geðheilbrigðisskoðun. Þakka þér fyrir að hafa stýrt skrifstofu Hvíta hússins í mörg ár til að koma í veg fyrir byssuofbeldi og Biden forseta fyrir að róa að heilbrigðri skynsemi öryggislöggjöf um byssueftirlit. Ég hlakka til að sjá hverju Biden-Harris stjórnin áorkar í þessum efnum.

Óska ykkur velfarnaðar og Guð blessi ykkur.Tucker”

Hér er hið handskrifaða bréf sem Kamala birti. Sagt er að gervigreind hafi verið notuð til að semja bréfið en síðan hafi textinn verið handskrifaður til að auka trúverðugleikann við blekkinguna:

Tucker svaraði fyrir sig

Tucker Carlson var fljótur að svara fyrir sig eftir að Kamala Harris birti falsað bréf frá honum á X um stuðning við byssueftirlit og birti bréf frá Kamölu til sín (sjá að neðan). Í yfirlýsingu um málið til The Gateway Pundit skrifar Carlson:

„Ha! Í alvöru? Ég hef byssu núna eins og alltaf. Það eru fá mál sem ég hata meira en tilraun Demókrataflokksins til að afvopna bandaríska fólkið. Það er það sem einræðisríki gera.”

„Fólk heldur í raun og veru að ég hafi sent handskrifað bréf til Kamala Harris þar sem ég staðfesti upptöku skotvopna? Það er fáránlegt.”

Tucker birti síðan „bréf frá aðdáenda” á X:

„Kæri Tucker,

Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þér bréf eins og þetta. Satt að segja hélt ég aldrei, að við ættum svo mikið sameiginlegt. Frá háskólanámi hef ég talið mig sjálfa vera hóflega framsækna, í þeim skilningi að ég trúi ekki á löggæslu, landamæri né rétt bandarískra ríkisborgara til að hafa grundvallarlega mannlegt sjálfsforræði. Þú virtist koma frá allt öðrum stað. Ég hélt að ég væri ósammála þér í öllu! Hvílíkur misskilningur.

Um kvöldið var ég að skoða internetið og sá samtal þitt við Bobby Kennedy, yngri. Það var ekki orð sem ég var ósammála. Ekki eitt einasta! Ég sneri mér að Montel og sagði „Ég hafði algjörlega á röngu að standa varðandi þennan mann. Algjörlega. Hvernig hann talar. Hann er svo djarfur og vitur og sterkur. Hann er fastur fyrir. Hann bærist eins og gnæfandi eikartré í stormi, sveiflast mjúklega en brotnar aldrei. Stofninn hans er svo breiður og stöðugur og rótfastur til jarðar. Ég get ekki ímyndað mér stærðina á rótarkúlum hans.” Ég var svo hrifinn!

Svo þakka þér fyrir. Þú hefur kennt mér eitthvað um mig sjálfa og umheiminn. Ég mun aldrei gleyma því.

Þar til við hittumst,

XOXO,
Kamala

Fara efst á síðu