Bragð er að þá barnið finnur

Íris Erlingsdóttir skrifar:

Heimaríki mitt, Minnesota, er eitt vókaðasta ríki Norður-Ameríku. Það hefur því verið alvanalegt að sjá „Pride” eða „trans” fána hangandi utan á húsum, sérstaklega í mínum heimabæ, Northfield, sem hýsir um 5,000 ung-marxista í tveimur háskólum bæjarins, Carleton College og St. Olaf College.

Þessum flöggum fer fækkandi, sem betur fer, en nágranni minn í næstu götu vill tryggja að fáfræði hans og/eða ranghugmyndir fari ekki framhjá neinum.

Og fáir eru eftirtektarsamari en blessuð börnin.

Fjögurra ára sonarsonur minn, sem er í heimsókn, benti á húsið og hrópaði, „amma, sjáðu – íslenski fáninn!”

Bragð er að þá barnið finnur.

Íris Erlingsdóttir
Höfundur er fjölmiðlafræðingur

Fara efst á síðu