Breski olíurisinn British Petroleum „BP“ auglýsir vindorkufyrirtæki sitt til sölu. Fyrirtækið er metið á tvo milljarða dollara. BP mun þess í stað fjárfesta í því sem lýst er sem arðbærum fjárfestingum í olíu og sólarorku.
Forsaga þess er sú að svokallaðar sjálfbærni-fjárfestingar í grænni umpólun orku á undanförnum ára fara í taugarnar á fjárfestum. Gengi hlutabréfa BP hefur hríðfallið undanfarið ár.
BP trúir meira á sólarorku og einbeitir sér því á starfsemi í Lightsource BP sem er stærsta sólarorkufyrirtæki Evrópu. Olíurisinn á stóran eignarhlut í Lightsource BP og búist er við, að sá hlutur stækki enn frekar.
Financial Times greinir frá því, að gert sé ráð fyrir miklum vexti sólarorkuiðnaðarins meðal annars í Bandaríkjunum. Á síðasta ári var vindorka 10% af orkuframleiðslu Bandaríkjanna en sólarorka aðeins 4%. Gert er ráð fyrir að sólarorkuiðnaðurinn nái hlutfalli vindorkunnar næsta áratuginn.
Vindorkan ekki arðbær
BP hefur einbeitt sér að olíu og jarðgasi frá janúar 2024. Að sögn William Lin, yfirmanns gas- og koltvísýringdeildar BP, Þá eru fjárfestingar í vindorku á landi ekki í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um vöxt. Þær eru einfaldlega ekki arðbærar.