Boris Johnson: Okkur tókst ekki að stigmagna Úkraínustríðið nógu fljótt

„Vandamálið með Úkraínu hefur ekki verið stigmögnun. Vandamálið hefur verið að okkur hefur mistekist að stigmagna stríðið nægjanlega fljótt.“ Þessi orð lét Boris Johnson falla í viðtalsþætti við The Telegraph (sjá YouTube að neðan).

Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, viðurkennir í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph að stríðið í Úkraínu sé staðgengilsstríð. Hann sagði:

„Horfumst í augu við það, að við heyjum staðgengilsstríð. En við gefum staðgenglum okkar ekki möguleika til að vinna verkið. Ár eftir ár höfum við látið þá berjast með aðra hendina bundna fyrir aftan bak. Það er grimmilegt.“

Minna má á, að það var Boris Johnson sem eyðilagði friðarsamning á milli Rússlands og Úkraínu í apríl árið 2022. Johnson fór til Kænugarðar og skipaði Zelensky að hætta tafarlaust við að undirrita friðarsamkomulagið sem var á borðinu.

Sjá viðtal við Boris Johnson hér að neðan:

Fara efst á síðu