Framleiðandi bóluefna gegn „mpox“ (apabólu) græðir mjög á því, að upp hafa komið apabólu sjúkdómstilfelli. Hlutabréf fyrirtækisins stórhækkuðu.
Hlutabréf bóluefnisfyrirtækisins hækka með tveggja stafa tölu eftir veikindatilfelli
Verðhækkun danska bóluefnaframleiðandans „Bavarian Nordic“ hófst þegar á miðvikudag samkvæmt Dagens industri. Þá fékk fyrirtækið samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna. Á fimmtudaginn hélt hækkunin áfram eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir alþjóðlegu neyðarástandi í kjölfar mpox faraldursins í Afríku.
Hlutabréf danska fyrirtækisins hækkaði eftir að smitaður einstaklingur fannst í Stokkhólmi
Eftir að sýkingin með apabólu (mpox) uppgötvaðist í einstaklingi í Stokkhólmi þá hækkuðu hlutabréfin í danska lyfjafyrirtækinu Bavarian Nordic verulega á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn s.l. föstudag Maðurinn hafði dvalið á svæði í Afríku þar sem sjúkdómurinn herjar. Á föstudaginn klukkan 9:30 hafði verðgildi Bavarian Nordic aukist um um 34%.
Óskar eftir samþykki að bólusetja 12 – 17 ára börn og unglinga
Danska bóluefnafyrirtækið er eitt fárra lyfjafyrirtækja sem hefur nú þegar tekið fram bóluefni gegn mpox/apabólu og hefur bóluefnið verið viðurkennt.
Hlutabréf Bavarian Nordic hækkuðu enn frekar, þegar fréttir bárust um að fyrirtækið sé að reyna að fá bóluefni sitt, „Imvanex“ samþykkt fyrir 12-17 ára börn og unglinga. Búist er að Lyfjastofnun Evrópu, EMA, samþykki bóluefnið síðar í ár.
Lítil hætta á útbreiðslu smits
Hættan á útbreiðslu smits er lítil, bóluefni eru til á lager, segir Jakob Forssmed, heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, við fréttastofu TT á fimmtudag. Ekki er útskýrt nánar, að Svíþjóð kaupi bóluefni í stórum stíl þrátt fyrir litla útbreiðslu smits. Bóluefnafyrirtækin græða mikið á því að bóluefni þeirra er komið út til almennings.